Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%
Mynd / Dominik Vanyi - Unsplash
Fréttir 2. júní 2022

Orkuframleiðsla með kolum jókst um 18%

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þrátt fyrir allt tal um að draga verði úr losun koltvísýrings (CO2) þá jókst notkun kola í raforku­framleiðslu í Evrópu á síðasta ári um 18%. Þá er áætlað að kolanotkun í raforkuframleiðslu aukist um 11% til viðbótar á árinu 2022.

Mjög mikil umræða hefur verið um það hér á landi að Íslendingar þurfir að gera mun betur í að draga úr losun kolefnis og að binda kolefni. Mjög metnaðar­full mark­mið hafa verið sett í okkar litla samfélagi, en á sama tíma virðast milljónaþjóðir í kringum okkur vera á hraðferð í öfuga átt. Þó höfð hafi verið uppi krafa á Íslandi um að lýst yrði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, þá er vandséð að það muni vinna upp öfuga þróun í öðrum löndum með yfir 700 milljónum íbúa. Jafnvel auknir kolefnisskattar á íslenskan almenning og tal um að nú sé tíminn að renna út, hrökkva þar skammt.

Viðsnúningur varð í kolabrennslu á árinu 2019

 Á vefsíðu Renewables Now má sjá umfjöllun um það sem hefur verið að gerast í þessum málum í Evrópu á síðustu misserum, sem er þvert á allar upphrópanir og fullyrðingar um öflug viðbrögð gegn hlýnun loftslags. Þannig snerist samdráttur í kolanotkun til raforkuframleiðslu við á árinu 2019, en hann hafði staðið yfir frá árinu 2012.

Kolaorka jókst um 18% í Evrópu 2021

Í grein á RN er vísað til orða Carlos Torres Diaz, yfirmanns hjá markaðsrannsóknafyrirtækinu Rystad Energy. Hann segir að kolanotkun hafi aukist í raforku­framleiðslu vegna hækkandi verðs á gasi frá Rússum og ótta við að þeir dragi úr sölu á gasi til ESB landa. Þannig hafi kolaorka aukist um 18% á milli áranna 2020 og 2021 og farið í 597 terawattstundir (TWst.) Þá segir hann að verið sé að draga úr framleiðslu á raforku í gasknúnum orkuverum vegna átakanna í Úkraínu. Það geti þýtt að orkuframleiðsla með kolum geti aukist á yfirstandandi ári um 11% til viðbótar og fari í 641 TWst.  

Samdráttur í vatnsafli og vindorku 

Þá vinnur framleiðsla á raf­orku með vatnsafli líka gegn loftslags­markmiðum, þar var 4% samdráttur á árinu 2021 og 1% samdráttur í raforkuframleiðslu vindorkuvera. Ástæða þessa var lélegur vatns­búskapur í vatnsorkuverum og lítill vindur. Samt hefur uppsett afl í vindorkuverum verið að aukast lítillega og búist er við að það fari úr 447 TWst. í 469 TWst á árinu 2022. Eins er reiknað með að framleiðslugeta í sólorkustöðvum aukist úr 180 TWst. í 190 TWst. á yfirstandandi ári. Þetta þýðir að allt í allt er verið að tala um aukið uppsett afl í endurnýjanlegri orku upp á 33 terawattstundir á milli ára. Framleiðsla á lífefnaeldsneyti með jurtaolíu og lífrænu metangasi gæti auk þess aukið orkuframleiðsluna um 77 TWst. á þessu ári. Það vegur þó lítið til að draga úr losun koltvísýrings.  

Aukning í kjarnorkuframleiðslu 2021 en búist við samdrætti 2022

Framleiðsla kjarnorkuvera jókst um 6% á síðasta ári og fór í 884 TWst. Hins vegar hafa t.d. Þjóðverjar verið að taka þrjú kjarnorkuver úr notkun þannig að orkuframleiðsla kjarnorkuvera mun dragast talsvert saman á yfirstandandi ári. Þar spilar líka inn í  að framleiðslusamdráttur er fyrirséður í Frakklandi vegna viðhalds á búnaði gamalla kjarnorkuvera.

Líkur á hækkun orkuverðs og auknum útblæstri

Vandséð er hvernig Evrópuríkin muni þá mæta aukinni eftirspurn eftir raforku, t.d. vegna orkuskipta ökutækja, samfara samdrætti í kaupum á gasi frá Rússlandi. Nánast eina færa leiðin í augnablikinu virðist vera að auka enn frekar brennslu á kolum og olíu til að framleiða þá raforku sem til þarf. Talið er nokkuð öruggt að þessi staða muni leiða til enn meiri hækkana á orkuverði í Evrópu á komandi misserum. 

Skylt efni: kolabrennsla | kolavinnsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f