Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Orka sjávar óbeisluð
Fréttaskýring 19. október 2023

Orka sjávar óbeisluð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Engin verkefni eru í gangi á vegum stjórnvalda varðandi nýtingu sjávarorku hér við land.

Í lok mánaðarins er væntanleg skýrsla starfshóps umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um m.a. möguleika í sjávarfallavirkjunum.

Sjávarorka er hrein, endurnýjanleg og sjálfbær auðlind. Hún er stórlega vannýtt og eru í henni miklir möguleikar til að mæta vaxandi alþjóðlegri þörf fyrir orku til framtíðar. Beislun sjávarorku er þó enn á byrjunarstigi og magn aflsins sem framleitt hefur verið fram til þessa fremur lítið.

Örfáir aðilar hafa á undanförnum árum kannað, svo einhverju nemi, kosti þess að nýta sjávarorku við Ísland, einkum við Vestfirði. Að því er best er vitað eru öll þau verkefni í hægagangi eða út af borðinu. Eitt íslenskt frumkvöðlafyrirtæki hefur unnið að þróun hægstraumshverfla frá árinu 2008. Kallað er eftir að stjórnvöld móti stefnu um að þau ætli að skoða sjávarorkunýtingu sem framtíðarvalkost í orkuöflun, líkt og flest þróuð lönd gera nú. Einnig að hafnar verði fyrir alvöru rannsóknir á þeirri gríðarlegu orkulind sem sjórinn umhverfis landið er. Lauslegur samanburður við nágrannalönd bendir til að heildarorka sjávarfalla gæti verið allt að 337 TWst/ári.

Sjá fréttaskýringu á bls. 20–23. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f