Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Björgvin Tómasson orgelsmiður, Stefán Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
Björgvin Tómasson orgelsmiður, Stefán Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
Líf og starf 3. apríl 2014

Orgelsmiðjan á Stokkseyri opnuð fyrir ferðamönnum

Orgelsmiðjan á Stokkseyri hefur opnað verkstæðið fyrir gestum og gangandi. Þar verður gestum boðið upp á að fræðast um allt sem viðkemur orgelsmíði og sögu tónlistar á suðurströndinni. Sýningin verður opin framvegis virka daga kl. 10.00–18.00 og eftir samkomulagi um helgar.
 
Í Orgelsmiðjunni er hægt að fá svör við fjölmörgum spurningum er varðar orgel og orgelsmíði. Þar getur fókk til dæmis fræðst um hversu margar pípur geta verið í pípuorgeli. Hve langan tíma það tekur að smíða eitt orgel og hvað orðið vindhlaða þýðir. Einnig hvaða munur er á orgeli og harmóníum. Þarna er líka hægt að hitta Björgvin Tómasson orgelsmið og fylgjast með störfum hans. Fræðslusýningin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og þýsku. Stefnt er einnig að því að vera reglulega með tónleikahald á staðnum. Aðgangseyrir er 750 krónur fyrir fullorðna, 16 ára og eldri, og 500 krónur fyrir börn 10 til 15 ára. 
 
Orgelsmiðjan er til húsa að Hafnargötu 9, sjávarmegin, á Stokkseyri. Sími 861–1730, www.orgel.is, orgel@simnet.is

5 myndir:

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...