Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigurður Kristjánsson.
Sigurður Kristjánsson.
Mynd / HKr.
Líf og starf 14. desember 2021

Orðinn að vissu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sigurður Kristjánsson sendi nýlega frá sér ljóðabókina Orðinn að vissu sem er safn 75 ljóða auk lausavísna sem Sigurður hefur samið á undanförnum árum.

Sigurður starfar við skýrsluhald hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en hefur auk þess verið bóndi, starfað við grjóthleðslur, prófarkalestur og fleira auk þess að hafa áhuga á andlegum málum sem leiddi til þess að hann hefur m.a. aflað sér réttinda til jógakennslu.

Hann hefur fengist við kveðskap og ljóðagerð með einum eða öðrum hætti frá barnsaldri og hefur áður sent frá sér eina ljóðabók, sem ber heitið „Hinn óljósi grunur“.

Útgefandi er bókaútgáfan Sæmundur.


Hverfa mun flest sem fáum við gert,
fjúka og týnast í geiminn.
Aðeins að blessa andartak hvert
er erindi manns við heiminn.

Svipur
Viðmótið sem þú sýnir börnunum
sem verða á vegi þínum,

mun birtast þér í andlitum
starfsfólksins á elliheimilinu
sem þú dvelur á,

ef þú nærð þeim aldri og stöðu
(að þurfa að njóta slíkar þjónustu).

Spurt er
Einn daginn meðan smit Kórónuveirunnar
greindust eitt af öðru
nam ég hvísl Jarðarinnar:

Mér mun borgið,
en hvað um ykkur?


Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...