Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Sigrún Oddgeirsdóttir með fram- leiðslu sína, seljurætur.
Mynd / ghp
Fréttir 2. nóvember 2022

Opnar huga íslenskra neytenda með ræktun á seljurót

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Á bás Samtaka smáframleiðenda og Beint frá býli á Landbúnaðarsýningunni í Laugardalshöll stóð nýútskrifaði garðyrkjufræðingurinn Sigrún Oddgeirsdóttir og seldi fyrstu uppskeru sína af seljurót á litlar 500 krónur fyrir kílóið.

Sigrún er að byggja upp lífræna útiræktun á grænmeti í Holta- og Landsveit. Hún telur framleiðslu sína frumraun útiræktunar á seljurót á Íslandi.

„Þetta er fyrsta sumarið sem ég er með seljurótina. Ég þurfti að leigja gróðurhús til að forrækta, var með tvær sáningar í mars og apríl. Svo plantaði ég þeim út í byrjun júní sem var heldur seint. Þá urðu plönturnar fyrir smá skakkaföllum, þannig að stærstu rófurnar sem ég tók upp í haust voru 8 cm í þvermál. Ég tel að mér muni takast að rækta stærri rætur ef ekkert kemur fyrir þær á næsta ári.“

Seljurót er nokkuð pipraður rótarávöxtur, sem lyktar og bragðast smá eins og steinselja. Hún eldar hana gjarnan eins og annað rótargrænmeti en einnig þykir hún góð í súpur og kartöflumús. „Mér finnst hún góð og veitingamenn eru mjög hrifnir af henni. Íslendingar eru svolítið feimnir við að prufa eitthvað nýtt. Það á sér menningarlegar rætur sem nær langt aftur og getur gert það að verkum að fólk sé lokað fyrir því hvað er virkilega hægt að rækta hér á landi. Mig langar að ýta á þessi mörk og fá íslenska neytendur til að opna hugann fyrir því hvað er hægt að framleiða hér.“

Sigrún notast við sérstakt yrki, keypt frá Póllandi, sem tekur um 90 daga að vaxa en hefðbundin yrki taka að jafnaði 150 daga til að ná fullum þroska, sem er of langur tími fyrir íslenskar aðstæður.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...