Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Þröstur Heiðar Erlingsson, hér heima í kjötvinnslunni í Birkihlíð, er í aðgerðahópi bænda sem hyggjast slátra heima samkvæmt nýrri reglugerð.
Fréttir 11. júní 2021

Opið fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geitasláturhúsa

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um rekstur lítilla sauðfjár- og geita­sláturhúsa í þjónustugátt sinni, samkvæmt reglugerð sem gefin var út 6. maí og heimilar slíkan rekstur.


Matvælastofnun hafði áður gefið út leiðbeiningar um slátrun í litlum geita- og sauðfjársláturhúsum, sem eiga að auðvelda þeim sem reka slík sláturhús að starfa eftir reglugerðinni.


Í kjölfarið heyrðust gagnrýnis­raddir úr aðgerðahópi bænda á endanlega mynd reglugerðarinnar, en hópurinn starfaði með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að vinnu við mótun hennar. Þeir telja að hún sé tyrfin og sé samin fyrir markaðssetningu á Evrópska efnahagssvæðinu en ekki sérstaklega fyrir heimamarkað eins og til stóð.

Sníða af mögulega vankanta

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur nú sett á fót samráðs­teymi til að tryggja sem besta fram­kvæmd reglu­gerðarinnar. Teymið er sett saman af fulltrúum ráðuneytisins og Matvæla­stofnunar.


„Hlutverk teymisins er að fylgja eftir og tryggja nauðsynlega yfirsýn á þessu fyrsta ári verkefnisins á grunni þeirrar reglugerðar sem ráðu­neytið hefur gefið út og leiðbeininga sem Matvælastofnun hefur birt. Í þessu felst m.a. að ræða stöðu umsókna um starfsleyfi hjá Matvælastofnun, sjá til þess að fyrirspurnum og umsóknum bænda verði svarað eins vel og skjótt og kostur er, tryggja að bændum standi til boða sú dýralæknaþjónusta sem regluverkið áskilur auk þess að ræða mögulega vankanta sem nauðsynlegt reynist að sníða af reglugerðinni eða af leiðbeiningabæklingnum,“ segir í bréfi ráðuneytisins til félaga í aðgerðahópnum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...