Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Endurvekja á ostagerð í Önundarfirði eftir hartnær hundrað ára hlé.
Endurvekja á ostagerð í Önundarfirði eftir hartnær hundrað ára hlé.
Mynd / Aðsendar
Viðtal 16. febrúar 2024

Önfirskir ostar á Flateyri

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ostagerðarfélag Önfirðinga hefur verið endurvakið og hyggur á ostaframleiðslu í Önundarfirði.

Eyþór Jóvinsson á Flateyri hefur leitt endurvakningu Ostagerðarfélagsins.

Eyþór Jóvinsson á Flateyri hefur leitt endurvakningu Ostagerðarfélagsins, sem síðast starfaði árið 1929. Stendur til að nýta hráefni úr nærsveitum og halda sögu félagsins á lofti.

Ostagerðarfélag Önfirðinga hefur keypt húsnæði á Flateyri undir starfsemina. Er ætlunin að ásamt ostagerðinni verði þar veitingaaðstaða þar sem osturinn verður á boðstólum bæði til neyslu á staðnum og sem
söluvara. Lagt er upp með að framleiða ost til neyslu á staðnum. Gangi áætlanir eftir er stefnt að því að opna ostagerðina fyrir gestum sumarið 2025.

Biðlar til bænda um sauðamjólk

Þróunarsjóður Flateyrar styrkti Ostagerðarfélagið um 1,8 m.kr. í fyrra til kaupa ostatanks. Þá styrkti Matvælasjóður verkefnið sömuleiðis í fyrra um 3 m.kr. og Uppbyggingarsjóður Vestfjarða um 2,7 m.kr. árið 2022. Er haft til hliðsjónar að Ostagerðarfélagið geti jafnvel skapað 3–5 ársstörf á Flateyri til framtíðar og verði eina sérhæfða ostagerðin á Vestfjörðum og fyrsta ostagerð Íslands þar sem áhersla verði lögð á neyslu afurðanna á framleiðslustað.

Samkvæmt Eyþóri er búið að kaupa nauðsynleg tæki og tól og búa húsið þannig út að það standist lög og reglugerðir.

„Við höfum nú þegar framleitt fyrstu ostaprufurnar úr kúamjólk sem gekk ágætlega,“ segir Eyþór. Draumurinn sé þó að framleiða
gráðaostinn úr sauðamjólk eins og gert var áður fyrr. „Því vantar okkur sauðamjólk núna í vor til að geta prófað okkur áfram með þær tilraunir og biðlum til allra bænda sem vilja selja okkur sauðamjólk að hafa samband,“ segir hann jafnframt.

Stækka ostaflóru Íslands

„Ostagerðarmennirnir Otti Freyr Steinsson og Þorgrímur Einar Guðbjartsson á Erpsstöðum hafa verið okkur innan handar og aðstoðað okkur með fyrstu ostagerðina en einnig stendur til að fá franska og aðra erlenda ostagerðarmenn til landsins til að hjálpa okkur að þróa og framleiða ostinn,“ segir Eyþór.

„Við höfum fest kaup á stóru og góðu húsnæði á Flateyri sem mun hýsa ostagerðina og veitingastaðinn og stefnt er að því að setja upp litla íbúð í húsnæðinu,“ segir Eyþór og útskýrir að hún væri sérstaklega hugsuð til að taka á móti erlendu ostagerðarfólki sem myndi dvelja í skemmri eða jafnvel lengri tíma. „Þannig vonumst við til að stækka enn frekar ostaflóru Íslands,“ segir hann enn fremur og bætir við að tíminn verði að leiða í ljós hvort unnt verði að bjóða upp á önfirska osta víðar um land.

Eyþór rekur jafnframt Gömlu bókabúðina á Flateyri og í Reykjavík, auk vefverslunar. Búðin á Flateyri mun vera elsta upprunalega verslun Íslands. Eyþór er langafasonur stofnanda verslunarinnar og fjórði ættliðurinn sem tekur við rekstrinum.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...