Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum
Fréttir 15. október 2018

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum hala inn milljónum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ólöglegar veiðar á sæbjúgum út af Seattle á norðausturströnd Bandaríkjanna eru farnar að hafa áhrif á stofnstærð. Þetta er eftirsótt fæða og notuð í lyf í Kína.

Nýlega var fyrirtæki í Seattle dæmt til hárrar sektar fyrir langvarandi ólöglegar veiðar og sölu á sæbjúgum út af strönd Washington-ríkisins. Upp komst um athæfið þegar fyrirtækið ætlaði að selja rúm hundrað tonn af ólöglega veiddum sæbjúgum til Kína. Talið er að ólöglegar veiða á sæbjúgum í hafinu út af Washington-ríki velti um tugum milljóna bandaríkjadala á ári.

Fyrirtækið sem um ræðir er leiðandi í veiðum, vinnslu og sölu á sæbjúgum í Bandaríkjunum og er talið að það hafi um margra ára skeið selt ólöglega veidd sæbjúgu til Kína.

Ginseng hafsins

Sæbjúga, eða hraunpussa eins og dýrið var í eina tíð kallað hér á landi, er vinsælt sem matur og í lyf í Kína og eftirsókn eftir þeim hefur verið að aukast og kvikindið stundum kallað ginseng hafsins. Hér á landi eru meðal annars framleidd hylki úr sæbjúgum sem eiga að verka gegn stirðleika í liðum. Auk þess sem sæbjúgu eru seld til Kína, bæði þurrkuð og frosin.

Ráðgjöf Hafró á Íslandi

Líkt og hér á landi eru veiðar á sæbjúgum við Bandaríkin bundnar í kvóta. Hafrannsóknastofnun ráðleggur veiðar hér í samræmi við varúðarnálgun að afli á sæbjúga fiskveiðiárið 2018/2019 fari ekki yfir 1.731 tonn á skilgreindum veiðisvæðum; 644 tonn í Faxaflóa, 985 tonn við Austurland (norður; 245 t, suður; 740 t) og 102 tonn í Aðalvík. Jafnframt er lagt til að skilgreint veiðisvæði í Faxaflóa verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiðanna og að lokað svæði frá árinu 2010 verði opnað fyrir veiðum. Einnig er lagt til að veiðisvæði í Aðalvík verði stækkað í samræmi við útbreiðslu veiða, svo og veiðisvæði við Austurland sem verði jafnframt skipt upp í norður- og suðursvæði. Lagt er til að allar sæbjúgnaveiðar verði bannaðar á skelmiðum í Breiðafirði og veiðar utan skilgreindra veiðisvæða háðar leyfum til tilraunaveiða.

Skylt efni: veiðar | sæbjúga

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f