Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ólöglegar afurðir gefa mest
Fréttir 2. febrúar 2015

Ólöglegar afurðir gefa mest

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séu bornar saman tölur um ræktun og hagnað af plöntuafurðum kemur í ljós að langmest er ræktað af hveiti, maís, hrísgrjónum og sojabaunum í heiminum. Plönturnar sem aftur á móti gefa mest af sér eru kannabis, kókaín og ópíum.

Hveiti er plantað í rúma 2 milljón ferkílómetra lands á hverju ári og er áætlað að heildarverðmæti afurðanna séu 110 milljarðar Bandaríkjadala á ári. Maís er í öðru sæti hvað ræktun varðar og ræktað í um 1,7 milljón ferkílómetrum lands og er heildarverðmæti uppskeru þess ívið meiri en hveitis, eða rúmlega 200 milljarðar Bandaríkjadalir. Sykurreyr gefur mestu uppskeruna en það er kannabis sem er verðmætasta uppskeran.

Ólöglegu plönturnar gefa mestar tekjur

Reyndar er það svo að ef bornar eru saman tölur um verðmæti nokkurra plöntuafurða á ferkílómetra eru þrjár plöntur sem bera af og allar eru þær ólöglegar. Þetta eru kannabis, kókaín og ópíum. Fjórða verðmesta plöntuafurðin eru tómatar.

Ætlað heildarverðmæti kartöfluræktar í heiminum er talið vera um 80 milljarðar Bandaríkjadala, hrísgrjón skila 220, kaffi um 30 og vínber um 50 milljörðum Bandaríkjadala.
Verðmæti þessara plantna kemst hvergi nærri því sem áætlaður hagnaður er af afurðum hinna þriggja ólöglegu plantna, kannabis, kókaíns og ópíums. Árlegur hagnaður af ræktun ópíums af ferkílómetra á ári er áætlaður tæpir 6 milljónir Bandaríkjadala, kókaíns tæpir 38 milljónir og kannabis rúmir 47,6 milljónir Bandaríkjadala.

Til samanburðar er áætlaður hagnaður á ferkílómetra af hrísgrjónum um 140 þúsund Bandaríkjadala, 30 þúsund af baunum, tóbaki 227 þúsund og kálrækt 305 þúsund Bandaríkjadala.

Skylt efni: fjármál | afrakstur | ræktun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...