Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Sjaldgæft brönugras, Rhizanthella gardneri, sem vex að mestu neðanjarðar en blómstrar ofanjarðar. Plantan er mjög sjaldgæf og eftirsótt af plöntusöfnuru
Fréttir 26. september 2017

Ólögleg verslun með sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umræða um ólöglega verslun með dýr, egg eða hluta af dýrum er reglulega í umræðunni og ekki veitir af. Minna fer fyrir umræðunni um ólöglega verslun með plöntur.

Fyrr í sumar var maður stoppaður á Seyðisfirði þar sem hann var á leiðinni úr landi með talsvert af eggjum sem búið var að blása úr og átti að selja til safnara erlendis. Á hverju ári er sagt frá barbarískri slátrun nashyrninga og fíla vegna nashyrningshorna og fílabeins í þeim tilgangi að herða slátur getulausra karlmanna og til að búa til skrautmuni.

Smygl á skinnum tígrisdýra og skjaldbökum er fréttnæmt en minna fer um fréttir af ólögri verslun með sjaldgæfar og villtar plöntur í útrýmingarhættu.

Safnarar eru ekki síður reiðubúnir til að borga stórfé fyrir sjaldgæfar plöntur en aðra náttúrumuni. Sjaldgæfum plöntum er safnað á friðlöndum og þær sendar kaupendum í misgóðu ástandi. Stundum eru þær rifnar upp með rót og þannig unnar varanlegar skemmdir á plöntunni og hún fjarlægð úr sínum náttúrulegu heimkynnum.

Margar af þessum plöntum, eins og brönugrös, kaktusar og kögurpálmar, þurfa sérhæft búsvæði til að lifa og dafna og eiga því ekki möguleika á að lifa af annars staðar nema þar sem kjörlendi þeirra er endurskapað af kunnáttufólki. Slíkar aðstæður er hægt að skapa í opinberum grasagörðum með sérhæft starfsfólk sem vinnur að því að varðveita sjaldgæfar plöntur í útrýmingarhættu en ekki plöntusöfnum einstaklinga sem vilja skreyta sig með sjaldgæfum náttúrugripum.

Eitt af þeim vandamálum sem er við að eiga í sambandi við ólöglega verslun með plöntur er að plöntuþekking er oft af skornum skammti. Lítið mál er að falsa tollskjöl og heilbrigðisvottorð fyrir plöntur þar sem tollverðir og aðrir sem með flutning þeirra hafa að gera þekkja oft ekki ólöglegar plöntur frá löglegum.
 

Skylt efni: plöntur | ólögleg verslun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...