Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Mynd / VH
Fréttir 14. mars 2023

Öll skinn seld undir kostnaðarverði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.

Einar E. Einarsson, formaður búgreinadeildar loðdýra. Mynd/H.Kr.

Loðdýraeldi hér og víða annars staðar, sérstaklega í Evrópu, hefur átt undir högg að sækja vegna hruns á skinnaverði 2016. Sala skinnanna hefur verið dræm og verð fyrir þau undir framleiðslukostnaði. Útkoma uppboðanna núna mun því hafa afgerandi áhrif á framtíð loðdýraeldis og þeirra átta búa sem starfandi eru hér á landi sem nú þegar standa á brauðfótum.

Einar E. Einarsson, bóndi að Skörðugili og formaður deildar loðdýrabænda, segir vissulega jákvætt að öll skinn í boði hafi selst í Kaupmannahöfn en að á sama tíma hafi uppboðið verið lítið, um 1,7 milljón skinn. Öll skinnin seldust undir framleiðsluverði þrátt fyrir að þau hafi hækkað um 15% frá síðasta uppboði Köbenhagen Furs.

Uppboð Saga Furs í Finnlandi hófst 7. mars og stendur í viku og þar verða boðin upp fimm milljón minkaskinn auk annarra skinna. „Eftir fyrsta dag uppboðsins er ljóst að salan gengur ekki jafn vel og í Kaupmannahöfn. Megnið af því sem búið er að bjóða hefur selst en hækkun á verði skinnanna er minni en hjá Köbenhagen Furs.“

Lítið uppboð í Kaupmannahöfn

„Uppboðið hjá Köbenhagen Furs er það fyrsta í langan tíma þar sem kaupendur voru í salnum en uppboðið var fremur smátt í sniðum miðað við mörg önnur uppboð þar sem fjöldi skinna er yfirleitt milli fjögur og sex milljón. Asíumarkaður hefur verið mikið til lokaður en á þessum uppboðum var merki um að hann væri að koma til baka.

Það jákvæðasta við uppboðin er að skinnin eru að seljast og verð hefur hækkað lítillega þrátt fyrir að það sé enn töluvert undir framleiðslukostnaði.“

Hreyfing á markaði

Einar segir að þessi tvö uppboð séu mjög afgerandi fyrir hvað muni gerast á þessum markaði og loðdýrarækt hér á landi.

„Þrátt fyrir að verðið sem fékkst fyrir skinnin hafi verð lágt seldust þau að minnsta kosti og því einhver hreyfing á markaðinum. Við loðdýrabændur gleðjumst eins og hægt er yfir hækkuninni en þar vita allir að það þarf mun meira til ef greinin á að lifa.“

Skylt efni: Loðdýr | loðskinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...