Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Snjallsími er allt sem bóndinn þarf.
Fréttir 27. ágúst 2019

Öll gögn kúabóndans í farsímanum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Á síðasta ári stofnuðu sam­vinnufélög bænda í Noregi, Tine og Felleskjøpet, óháð tæknifyrirtæki fyrir bændur með það að markmiði að þróa stafrænar lausnir fyrir árangursríkari og umhverfisvænni matvælaframleiðslu. 
 
Strax á þessu ári koma ný „öpp“ eða smáforrit á markað fyrir norska bændur með einfaldari skráningum og innsýn til að geta stöðugt bætt framleiðsluna. Á sama tíma ætlar fyrirtækið að þróa stafrænt vistkerfi fyrir aðila sem tengjast landbúnaði eins og birgðahaldara, vísindamenn og ráðgjafa. 
 
Öll gögn á einum stað
 
Öll gögn bóndans, hvort sem það er fyrir húsdýr, plöntur, tæki eða bókhald, á að safna í eitt forrit sem hægt er að stjórna frá farsíma og netbretti. Hugmyndin með fyrirtækinu er jafnvel að gera upplýsingar um norskan landbúnað að útflutningsvöru og áætla forsvarsmenn Mimiro að virði gagna úr norskum landbúnaði sé nálægt fjórum milljörðum íslenskra króna. 
 
Flæði upplýsinga
 
Nýjasta afurðin frá Mimiro er Eana Ku sem er tilboð fyrir norska kúabændur þar sem farsíminn er í fararbroddi. Í smáforritinu skiptast á upplýsingar frá fyrirtækjastjórnun mjólkursamlagsins Tine og Kukontrollen sem er kerfi fyrir kúabóndann til að halda utan um sínar upplýsingar. Með þessu móti hefur kúabóndinn allar upplýsingar í vasanum þar sem kerfin tala saman og því gerist upplýsingaflæðið sjálfvirkt. Mikil vinna hefur farið í tölvuöryggi við þróun á smáforritinu og þessari nýju lausn. Allt er dulkóðað á sama tíma sem allir gagnapunktar eru merktir á þann hátt að alltaf er hægt að rekja spor upprunalegs eiganda að gögnunum. 
 
 
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f