Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Helsingi er einn þeirra ágangsfugla sem skemmir tún og kornakra fyrir bændum.
Mynd / Markéta Klimesová
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins veiðitíma dagi enn einu sinni uppi.

Flutningsmaður þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi, um leyfi til veiða á álft, grágæs, heiðagæs og helsingja utan hefðbundins veiðitíma, er ekki bjartsýnn á framgang málsins. Tillaga þessa efnis er nú flutt í sjötta sinn.

„Málin fá venjulega eina umræðu og inn í nefnd þar sem þau daga uppi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson (F), fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Bændur hafa ítrekað kallað eftir að leyft verði að veiða ágangsfugla á túnum og kornökrum utan hefðbundins veiðitímabils. Hefur verið lagt til að heimild verði gefin til tímabundinna og skilyrtra veiða fuglanna á tilteknum tímabilum, en þeir valda iðulega miklu tjóni á túnum og kornökrum. Sama máli gegnir um aðra þingsályktunartillögu Þórarins á þingmálaskrá, um þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt sem endurflutt er að efni til í fimmta sinn.

„Ég á ekki von á öðru en að málin fari sömu leið og undangengin þing,“ segir hann.

Skylt efni: Helsingi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...