Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól
Fréttir 29. nóvember 2016

Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa tekið egg frá Brúneggjum úr sölu eftir umfjöllun Kastljóss fyrr í vikunni. Þar sem markaðshlutdeild Brúneggja er nokkuð stór hefur komið upp kvittur um hugsanlegan skort á eggjum fyrir jólin.

Samkvæmt því sem kom fram í Kastljósi hafa Brúnegg verið með um 20% markaðshlutdeild á eggjamarkaði þrátt fyrir að fyrirtækið hafi selt egg á 40% hærra verði en aðrir framleiðendur. Það var gert í skjóli þess að eggin voru merkt sem vistvæn. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins mun markaðshlutdeild fyrirtækisins nær því að vera tæp 15%.

Í framhaldi af því að stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa hætt að selja egg frá Brúneggjum í framhaldi af umfjöllun Kastljóss hafa heyrst raddir sem telja að skortur verði á eggjum á næstunni.

Framleiðendur munu anna eftirspurn

Þorsteinn Sigmundsson, eggjaframleiðandi á Elliðahvammi og formaður Félags eggjaframleiðanda, telur litlar líkur á að framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir eggjum fyrir jólin þrátt fyrir að egg frá Brúneggjum séu tekin af markaði. „Eggjaframleiðendur hafa keyrt framleiðslu sína á fullu frá því í vor til að framleiða egg fyrir erlenda ferðamenn og ekki enn farnir að draga hana saman þannig að ég held að þetta eigi að sleppa.

Sala á eggjum er mest frá og með júní til september og svo um jólin þannig að fólk þarf ekkert að óttast skort eða fara að hamstra eggjum.“

Ítrekaðar athugasemdir MAST

Í umfjöllun Kastljóss um illa meðferð Brúneggja á varphænum kom fram að Matvælastofnun gerði ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað dýranna og að fyrirtækið hafi brugðist seint og illa við athugasemdum stofnunarinnar um að bæta aðbúnað.

Í umfjöllun Kastljós kom einnig fram að Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna framleiðslu í mörg ár án þess að hafa til þess vottun og þannig blekkt neytendur til fjölda ára.

Hætta að selja egg frá Brúneggjum

Bæði þessi atriði hafa vakið upp gríðarlega hörð viðbrögð neytenda. Verslanir Krónunnar, Bónus, Hagkaupa og Melabúðin, hafa allar lýst því yfir að þær séu hættar að selja egg frá Brúneggjum eftir umfjöllun Kastljóss.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...