Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Guðni Þór Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kú mjólkurbús.
Mynd / smh
Fréttir 7. júlí 2017

Ölgerðin kaupir Kú mjólkurbú og heldur svipaðri framleiðslu áfram

Höfundur: smh
Eins og fram kom í fréttum um miðjan júní síðastliðinn hefur Ölgerðin keypt Kú mjólkurbú. Ætlunin er að reka mjólkurbúið áfram með svipuðu sniði og byggja á hágæða handverki.
 
Kú mjólkurbú var stofnað árið 2009 af þeim Ólafi M. Magnússyni, og Tómasi Kr. Sigurðssyni. 
 
„Ölgerðin er alltaf að leita að spennandi tækifærum og mjólkurmarkaðurinn hefur verið í athugun hjá okkur í nokkuð langan tíma,“ segir Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar. 
 
„Við höfum mikinn áhuga á því að skapa fjölbreytni á þessum markaði bæði varðandi það að auka samkeppni á honum ásamt því að við höfum verið að þróa nýjar og spennandi vörur sem munu koma á markað á næstu mánuðum. Kú er lítið mjólkurbú sem mun byggja á hágæða handverki við framleiðslu á sínum vörum. Íslenskir bændur framleiða fyrsta flokks vörur og erum við sannfærð um að þeirra afurðir muni skapa fjölmörg tækifæri fyrir Kú til þess að koma með nýjungar á mjólkurmarkaðinn til hagsbóta fyrir íslenska neytendur,“ segir Októ.
 
Hann segir að öll framleiðsla Ölgerðarinnar á vörum sem innihalda mjólkurafurðir muni fara fram hjá Kú mjólkurbúi og svo lengi sem íslenskir kúabændur framleiði næga mjólk sé ekki ekki fyrirhugað að flytja inn mjólkurvörur af neinu tagi til frekari vinnslu hér.  
 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f