Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ofurkvígan Olga.
Ofurkvígan Olga.
Fréttir 24. apríl 2019

Olga setti Evrópumet

Höfundur: vh
Nýtt met var sett við sölu á Holstein kvígu í febrúar er kvígan Olga, sem heitir reyndar Gah Olga Des Grilles, var seld á 130.000 evrur, sem gera hvorki meira né minna en 17 milljónir króna. Þessi ótrúlega upphæð er nýtt met í Evrópu. 
 
Á naut.is segir Snorri Sigurðsson að kvígan, sem fæddist 30. júlí 2018 á kúabúi í Normandí, hafi verið  boðin upp á kynbótamarkaðinum Paris Dairy Sale í Frakklandi. Strax í sumarbyrjun verður hægt að byrja að skola úr henni egg og tæknifrjóvga, en það er afar vinsæl aðferð sem nú orðið er mikið notuð, þ.e. glasafrjóvgun.
 
Skýringin á þessu ævintýralega verði á kvígunni Olgu er að greining á erfðaefni hennar gaf einstaklega há svör, sem bendir til þess að um yfirburða kynbótagrip sé að ræða. 
 
Þannig fékk hún 235 í einkunn samkvæmt franska ISU staðlinum, 172 í einkunn samkvæmt þýska RZG staðlinum og 4916 gPFT stig. Framangreindar einkunnir eru flestum framandi á Íslandi en þetta munu víst allt vera einstaklega háar einkunnir. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...