Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ekki munu vera algildar reglur um fjölda alda milli hættulegra alda sem brotna á landi. Þá er upprennsli í fjörur tilviljanakennt.
Ekki munu vera algildar reglur um fjölda alda milli hættulegra alda sem brotna á landi. Þá er upprennsli í fjörur tilviljanakennt.
Mynd / sá
Fréttir 28. ágúst 2025

Öldutal við Íslandsstrendur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Því hefur verið fleygt að vissa tíðni megi sjá í hættulegustu öldum sem brotna á ströndum Íslands. Strandverkfræðingur segir þó enga algilda reglu þar um.

Umhverfis landið þekkist í strandbyggðum að fólk telji sumt að reikna megi tíðni öldu sem brotnar á ströndum og sé ákveðin regla í því hvaða alda sé hættulegust. Þannig fara sögur af því að t.d. sjöunda hver alda sem berist á land í Reynisfjöru sé hættulegust, fjórða hver alda í einum fjarðanna fyrir vestan og svo má áfram telja.

Bændablaðið hafði samband við Sigurð Sigurðarson, strandverkfræðing hjá hafnadeild Vegagerðarinnar, og innti eftir sannleiksgildi þessa.

Sjaldan er ein báran stök

Hann segir að stutta svarið sé að það er engin algild regla um fjölda alda milli hættulegra alda. „Það er hins vegar staðreynd að öldur á hafi haga sér oft þannig að það koma nokkrar háar öldur hver á eftir annarri og síðan nokkrar lágar. Þetta er kallað „wave grouping“ á ensku. Ég hef ekki fundið gott íslenskt orð um þetta, nota stundum ölduhópar, en máltækið „sjaldan er ein báran stök“ lýsir þessu. Jafnframt þekkist það við sjósókn sem byggðist á brimlendingu að sjómenn biðu af sér ólagið en fóru inn eða út þegar var lag á milli ólaga,“ útskýrir Sigurður.

Honum vitanlega hafi engar rannsóknir sýnt fram á að það sé fastur fjöldi alda í þessum ölduhópum, hvorki í tíma, né að það sé breytileiki milli sjávarsvæða.

Tilviljanakennt upprennsli

„Þegar talað er um hættulegar öldur í Reynisfjöru þá er verið að tala um upprennsli öldu í fjörunni eftir að þær hafa brotnað. Það er svo annað ferli sem er mjög tilviljanakennt. Það eru ekki alltaf hæstu öldurnar sem gefa mesta upprennslið. Ef að upprennsli frá hárri öldu lendir á móti miklu niðurrennsli (e. downrush) fyrri öldu, þá dregur það verulega úr upprennslishæðinni. Ef að brot minni öldu lendir á tiltölulegri stillu eða að minni alda dregur uppi hægari öldu á undan, þá verður upprennslið stundum mest,“ segir Sigurður jafnframt.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...