Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla
Fréttir 4. maí 2018

Óheimilt er að vængstýfa skrautfugla

Höfundur: Vilmundur hansen

Matvælastofnun vekur athygli á að skv. reglum um velferð gæludýra er óheimilt að vængstýfa skrautfugla nema í sérstökum undantekningartilvikum. Með vængstýfingu er átt við klippingu á vængfjöðrum þannig að fuglinn verði ófleygur.


Í 30. gr. reglugerðar um velferð gæludýra segir: „Búrfuglum skal almennt gefinn kostur á að fljúga. Aðeins má vængstýfa þá fugla sem ekki er hægt að halda öðruvísi og þá aðeins af aðila sem hefur reynslu og þekkingu á slíku, að mati Matvælastofnunar. Aðra fugla má þó vængstýfa tímabundið ef þörf er á í upphafi þjálfunar og tamningar. Vernda skal vængstýfða fugla fyrir óvinveittum dýrum.“

Þetta ákvæði byggir á markmiði laga um velferð dýra um að dýr geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt. Því er ætlað að stöðva þróun í átt að almennri vængstýfingu skrautfugla sem haldnir eru sem gæludýr. Ljóst er að enn eru stundaðar vængstýfingar sem brjóta í bága við þessar reglur.

Rétt er að minna á að Matvælastofnun hefur heimild til beitingar stjórnvaldssekta vegna brota á lögum um velferð dýra.

Skylt efni: Mast | skrautfuglar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...