Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ögurballið 2021
Líf og starf 20. júlí 2021

Ögurballið 2021

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hið árlega Ögurball var haldið í Ögri við Ísafjarðardjúp laugardaginn 17. júlí sl. og fór vel fram í blíðskaparveðri. Hljómsveitin Þórunn & Halli tróðu upp að vanda en þau hafa spilað óslitið á Ögurballi frá 1999 og eru æviráðin. Erpur Eyvindarson tróð svo upp í hléi, en hann hefur verið svonefndur pásutrúður ballsins í fjölmörg ár.

Á Ögurballi koma kynslóðirnar saman og skemmta sér á alvöru gamaldags sveitaballi þar sem hefðirnar og rómantík svífur yfir vötnum. Ögurball teygir sig orðið yfir heila helgi, með ýmsum atriðum og er einn vinsælasti viðburður sumarsins á Vestfjörðum. Ballið er haldið í samkomuhúsi sveitarinnar sem var byggt 1925. Andlit Ögurballsins er sendiherra viðburðarins og í ár var það Mosfellingurinn Una Hildardóttir sem leiðbeindi nýliðum í sveitaballamenningu um góða siði, stuð og ósvikna stemningu.

Thelma Rut Hafliðadóttir einn skipuleggjenda segir langa hefð fyrir þessu fornfræga balli: „Fyrir tíma nútíma samgangna gerðu Djúpmenn sér ferð í Ögur til að sletta úr klaufunum, oftast sjóleiðina og dönsuðu fram á morgun. Ballgestir fengu svo rabarbaragraut með rjóma áður en þeir fengu ferðaleyfi heim til að skerpa ögn á þeim."

Skylt efni: Ögurball

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...