Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sífrerinn gefur eftir í takt við hlýnandi loftslag.
Sífrerinn gefur eftir í takt við hlýnandi loftslag.
Fréttir 18. júlí 2017

Ógnin eykst sem stafar af þiðnandi sífrera

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Norðurheimskautið hlýnar hratt sem veldur því að sífreri þiðnar. Sífreri (e. permafrost) er skilgreindur sem varanlega frosinn jarðvegur. Sífrera er að finna í jarðvegi út frá pólunum tveim og í fjallagörðum. Á norðurheimskautinu þekur sífreri um 23 milljón ferkílómetra eða um fjórðungur af norðurhveli jarðar en búist er við að syðri mörk hans færist mörg hundruð kílómetra til norðurs á þessari öld.
 
Þegar sífrerajörð þiðnar losnar kolefni úr jarðveginum út í andrúmsloftið. Nú er talið að allt að 67 milljarðar tonna af köfnunarefni sem hefur verið bundið í sífrera í þúsundir ára geti losnað sökum hlýnandi loftslags. Veldur það vísindamönnum verulegum áhyggjum enda gæti það haft í för með sér keðjuverkandi stigvaxandi áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda sem leiðir aftur til enn frekari hlýnunar jarðar.
 
Norðurheimskautið geymir gífurlegt magn kolefnis sem gæti losnað út í andrúmsloftið vegna hlýnandi loftlags. Kortið sýnir umfang sífrera á norðurhveli jarðar og lífrænt kolefnisinnihald jarðvegsins í allt að 1 metra dýpi samkvæmt áætlun Northern Circumpolar Soil Carbon Database.
 
Samkvæmt nýútkominni grein í tímaritinu PNAS bætist áhrif frá losun hláturgass (N20) úr sífrerajarðvegi ofan á aðra ógn vegna þiðnunarinnar. Þar sem sífrerajarðvegur geymir gríðarlegt magn kolefnis sem áður hefur ekki verið aðgengilegt, getur niðurbrot lífrænna efna í þessum jarðvegi leitt til losunar mikils magns af hláturgasi. Hláturgas mun hafa um 300 sinnum skaðlegri áhrif á hlýnun jarðar en koltvísýringur (CO2) og því eru viðbrögð við þiðnandi sífrera afar aðkallandi. 
 
Áhrif sífrera er byrjað að gæta víða á Norðurslóðum, ekki aðeins vistfræðilega með breyttum umhverfisskilyrðum sökum hlýnunar. Mannvirki og vegir á norðurhveli hafa orðið fyrir skemmdum og jafnvel hrunið vegna þiðnunar jarðvegsins. Þá hefur þiðnunin leyst miltisbrand úr læðingi sem hefur orðið mönnum að aldurtila. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...