Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ögmundi vísað úr endurskoðunarnefnd
Mynd / Skjáskot af vefsíðunni ogmundur.is
Fréttir 27. janúar 2017

Ögmundi vísað úr endurskoðunarnefnd

Ögmundur Jónasson, fyrrum alþingismaður og ráðherra, tilkynnti í pistli á vefsíðu sinni í dag, www.ogmundur.is, að hann hefði fengið símtal frá landbúnaðarráðuneytinu þar sem honum var tjáð að starfskrafta hans yrði ekki óskað lengur í nefnd sem fyrrum ráðherra skipaði til þess að endurskoða nýgerða búvörusamninga. Í pistlinum, sem birtur er í heild sinni hér undir, rekur Ögmundur ástæður þess að hann var skipaður í nefndina.

Hann segir nýja ríkisstjórn fyrst og fremst ríkisstjórn verslunarinnar og þá sérstaklega stóru verslunarkeðjanna: "... þeirra sem dregið hafa til sín gríðarlega fjármuni í arð á sama tíma og landbúnaðurinn - sérstaklega sá hluti hans sem byggir á samvinnurekstri - hefur skilað raunlækkun til neytenda."

Pistill Ögmundar Jónassonar:

Til nokkurs nýtur, en með óæskilegar skoðanir

"Í morgun var mér tilkynnt að ég yrði látinn víkja úr nefnd sem fyrrverandi ráðherra  landbúnaðarmála hafði skipað mig í. Hún átti að endurskoða nýgerða búavörusamninga með hliðsjón af framtíð landbúnaðar á Íslandi.

Í skýringum við þá skipan í tíð fyrriverandi ríkisstjórnar, var mér sagt að ég hefði mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði enda komið að tengdum málum sem fyrrverandi formaður BSRB, m.a. í nefndum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda, auk þess sem ég hefði reynslu af Alþingi og í ríkisstjórn af neytendamálum, byggðamálum og heilbrigðisþætti matvælaframleiðslunnar.

Síðan var bætt við að ekki þætti verra að ég væri hliðhollur íslenskum landbúnaði og vildi efla hinar dreifðu byggðir.

En þetta voru orð fyrri ráðherra, ekki þess ráðherra sem nú situr og það var að sjálfsögðu ekki fyrri ríkisstjórn sem rak mig heldur sú nýja.

Ný ríkisstjórn er sem kunnugt er fyrst og fremst ríkisstjórn verslunarinnar og þá sérstaklega stóru verslunarkeðjanna; þeirra sem dregið hafa til sín gríðarlega fjármuni í arð á sama tíma og landbúnaðurinn - sérstaklega sá hluti hans sem byggir á samvinnurekstri - hefur skilað raunlækkun til neytenda.

Þess vegna var fullkomlega rökrétt að fela starfsmönnum landbúnaðarráðuneytisins að hringja í mig og tilkynna mér að framlags af minni hálfu til fyrirhugaðarar vinnu væri ekki lengur óskað. Hið ósagða í skilaboðum ráðherrans var að sjálfsögðu að mér væri ekki treystandi að halda á málum í samræmi við stefnu og áherslur nýrrar ríkisstjórnar.

Hvað mig varðar er hægt að taka þessum fréttum jákvætt og líta á þær sem viðurkenningu á því að litið sé svo á, að ég gæti orðið til nokkurs nýtur í nefndarstarfinu. Nema vandinn væri vitanlega svo aftur sá, að það yrði fyrir rangan málstað!

Þá er bara að fara aðrar leiðir. Menn geta látið frá sér heyra án þess að vera í nefnd!"

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...