Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Öflugur landbúnaður er allra hagur
Lesendarýni 18. október 2017

Öflugur landbúnaður er allra hagur

Höfundur: Katrín Jakobsdóttir
Fyrir tveimur árum samþykkti Vinstrihreyfingin - grænt framboð metnaðarfulla landbúnaðarstefnu.  Hún byggist á því að innlendur landbúnaður sé grunnþáttur í því að byggja sjálfbært samfélag á Íslandi, að þjóðin verði sjálfri sér næg um matvæli eins og aðstæður leyfa og að Íslendingar verði áfram í fararbroddi þegar kemur að matvælaframleiðslu.
 
Innlendur landbúnaður snýst um að auka lífsgæði allra landsmanna og tryggja fjölbreytt búsetuskilyrði fyrir alla enda myndu fæstir vilja vera án íslenskra landbúnaðarafurða. Besta leiðin til að efla byggðahlutverk landbúnaðarins er að styrkja nýsköpun og skapa ný verðmæti og fjölbreytt störf um land allt. Þar skipta menntun og rannsóknir lykilmáli.
 
Mikilvægt er að landbúnaðurinn og önnur landnýting þróist í sátt við umhverfið á grundvelli sjálfbærrar þróunar í búskaparháttum og góður aðbúnaður búfjár verði ávallt í öndvegi. Meðal annars þess vegan höfum við Vinstri-græn lýst stuðningi við þau markmið sem t.d. sauðfjárbændur hafa sett fram um að stefna að kolefnishlutleysi. 
 
Að undanförnu hafa málefni sauðfjárbænda verið til umræðu en staðan þar er slík að hún kallar á tafarlausar aðgerðir. Þar verður að hafa í huga að sá vandi snýr ekki einungis að sauðfjárbændum eða afurðastöðvunum heldur beinist hann einnig að samfélaginu sem heild og getur haft bæði slæm félagsleg áhrif og byggða­­röskun í för með sér.Kjara­skerð­ing­in sem nú blasir við sauðfjár­bændum getur haft víðtækar neikvæðar afleiðingar og vandséð að þær aðgerðir sem kynntar voru af fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra myndu verða til að renna hér stoðum undir stöðugan og sjálfbæran landbúnað. Þannig miðast aðgerðirnar einkum við fækkun sauðfjárbænda sem væntanlega munu hafa áhrif fyrst og fremst á unga bændur. Aðgerðirnar miðast ekki við að ná markmiðum í umhverfismálum og áhrif þeirra á hinar dreifðu byggðir hafa ekki verið greind með fullnægjandi hætti. 
 
Við Vinstri-græn höfum kynnt okkur þær tillögur sem forysta sauðfjárbænda hefur lagt fram til lausnar vandanum sem og þau markmið að stefna bera að kolefnishlutleysi sauðfjárræktar. Þar má finna ágætan grundvööll fyrir aðgerðum. Þannig viljum við horfa á innlendan landbúnað: Sóknartækifæri fyrir innlenda matvælaframleiðslu, byggðir landsins og árangur í umhverfismálum. Þar fer hagur alls almennings og bænda saman.
 
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...