Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Byggðin að Hofi í Öræfum er undir suðvesturhlíðum eldfjallsins.
Byggðin að Hofi í Öræfum er undir suðvesturhlíðum eldfjallsins.
Fréttir 5. desember 2017

Öflugir jarðskjálftar taldir gefa fólki nægan fyrirvara ef eitthvað gerist

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum, er vel meðvitaður um hvað geti gerst ef Öræfajökull tekur upp á því að gjósa. Hann segir íbúa á svæðinu þó taka hræringum í fjallinu af stakri ró og gos muni líklega gera boð á undan sér með nokkurra daga fyrirvara.
 
Örn Bergsson.
„Það er allt í lagi að anda bara með nefinu, því það er ekkert öruggt að fjallið gjósi,“ sagði Örn í samtali við Bændablaðið síðastliðinn þriðjudag. Nær þessu risavaxna eldfjalli er vart hægt að komast en á Hofi  þar sem Örn býr. 
„Þetta er eiginlega hérna í dyragættinni hjá mér.“
 
 
 
Stórt hamfaragos ólíklegt
 
Örn segir að fólk á svæðinu sé vel meðvitað um mátt fjallsins. 
„Það hefur alla tíð verið mikið rætt á mínu heimili um þau stóru gos sem hér hafa orðið. Ef það  verða fyrirboðar, eins og í gosinu 1727, þá hafa menn góðan fyrirvara. Samkvæmt heimildum voru þá búnir að vera töluvert miklir skjálftar í að minnsta kosti einhverja daga áður en gosið hófst. Þá segja vísindamenn að hamfaragos eins og var í Öræfajökli 1362 eigi mun lengri aðdraganda. Ólíklegt sé að slíkt gerist nema á þúsund ára fresti. Samt telja menn nauðsynlegt að fólk sé við öllu búið. Þar er fyrst og fremst verið að hugsa um að tryggja mannslíf.“
 
Fundað með íbúum
 
Almannavarnir og aðrir viðbragðs­aðilar héldu fund með íbúum á svæðinu í Hofgarði mánudaginn 27. nóvember. Þar voru kynnt drög að viðbragðsáætlun ef koma þyrfti til skyndirýmingar. Örn segir að auk um 100 skrásettra íbúa, þá sé margfaldur sá fjöldi sem starfar við ferðaþjónustu á svæðinu. Sem dæmi þá starfa um 60 manns á nýja hótelinu á Hnappavöllum.  Auk þess séu um eða yfir 2.000 ferðamenn á svæðinu á hverjum einasta degi. 
 
Vantar fleiri þenslumæla
 
Sagði Örn að á fundinum hafi svo sem ekki komið fram neitt nýtt, en talsverð óvissa er varðandi það hvað sé að gerast í jöklinum. Lítið hafi verið fylgst með jöklinum fyrr en eftir seinni hluta síðustu aldar. Á fundinum hafi verið staðfest að landris væri að eiga sér stað. Hins vegar skorti fjármagn til að setja upp fleiri þenslumæla til að fylgjast betur með því. 
 
Nauðsynlegt að bæta farsímasamband 
 
Örn sagði að það hafi líka komið fram á fundinum að farsímasambandið er mjög gloppótt á svæðinu við jökulinn. Íbúar telji að það þurfi að lagfæra hið bráðasta.  
 
 „Það var farið yfir þessa rýmingaráætlun og skyndirýmingu. Þeir segja að stórt gos muni eiga lengri aðdraganda og það ætti að vera hægt að sjá fyrirboða með nokkurra daga fyrirvara. Vísindamenn telja að það muni verða jarðskjálftar á undan hugsanlegu gosi. Ef slíkt gerist og hættuástand verður boðað, er meiningin að rýma svæðið og flytja allt fólk í burtu.“
 
Örn segir að það fari eftir staðsetningu hvort fólk verði flutt til vesturs eða austurs, en í byggðinni við Hof fer fólk í vesturátt. 
 
„Svo er hugmyndin að flytja líka í burtu allt búfé. Þá á að halda sérstakan fund með fjáreigendum hér á næstunni, en á svæðinu eru tæp fjögur þúsund fjár á fóðrum. Það er alveg ókannað hvernig að þessu yrði staðið og eins hvar hægt yrði að koma fénu fyrir. Engir nautgripir eru á svæðinu, en um 100 hross. 
 
Við sjáum það í hendi okkar að svona rýming getur haft mikil áhrif á samfélagið hér og hugsanlega í langan tíma. Dæmi um slíkt er t.d. á eyjunni Balí sem hefur verið í fréttum að undanförnu að þar var byrjað að flytja fólk á brott í september. Nú er eldfjallið [Agung] loks farið að gjósa, einum og hálfu mánuði síðar,“ sagði Örn Bergsson. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...