Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Halldór Runólfsson
Halldór Runólfsson
Fréttaskýring 8. júlí 2022

Of snemmt að breyta um aðferðarfræði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Halldór Runólfsson var yfir­ dýralæknir á árunum 1997 til 2012 þegar reglugerð Evrópu­ sambandsins um dýrasjúkdóma var innleidd að hluta til á Íslandi. Hann segir ástæðuna fyrir því að Ísland hafi sótt um undanþágu frá þeim hluta af reglugerðinni sem snýr að viðbrögðum við smiti hafi verið sú, annars vegar að íslenska niðurskurðaaðferðin væri að virka og hins vegar sú staðreynd að ARR hefði ekki fundist hér á landi.

Halldór segir að tillögu Evrópu­ sambandsins, um að Ísland gæti flutt inn slíkt sauðfé, hafi verið umsvifalaust hafnað, með tilvísun í innflutninga frá Evrópulöndum sem hefðu borið með sér sjúkdóma með hrikalegum afleiðingum.

„ESB var einnig í þessu sambandi bent á þá útbreiddu kenningu í vísindaheiminum, að með ræktun fyrir ARR gæti verið hætta á að sauðfé með þessa arfgerð smitaðist af riðu og gæti verið smitberar án þess að sýna einkenni. Með því að taka upp aðferðir ESB, gæti útrýming á riðu á Íslandi tekið mun lengri tíma,“ segir Halldór.

Baráttan hert árið 1986

„Í byrjun þessa tímabils míns sem yfirdýralæknir voru riðutilfelli orðin mjög fá – eða um tvö til fimm á ári – miðað við nokkur hundruð tilfelli á árinu 1978 þegar viðnám gegn riðuveiki hófst. Það er svo árið 1986 sem vitað var um riðu á um 100 bæjum, að ákveðið var að herða baráttuna og freista þess að útrýma veikinni úr landinu með skipulögðum niðurskurði á öllum bæjum þar sem riðan var staðfest.

Þessari stefnu hefur verið fylgt síðan og hún hefur borið þann árangur að á þessari öld hafa komið nokkur ár þar sem riða hefur ekki fundist.
Í september á síðasta ári birtist í Bændablaðinu grein Halldórs um baráttuna við riðuveikina, vegna ítrekaðra tilfella í Skagafjarðar­ og Húna­ vatnssýslum. Þar benti hann á góðan árangur af víðtækum niðurskurði á stórum svæðum, svo sem í Biskupstungum fyrir nær tuttugu árum, og ekki hefur komið þar upp riða síðan. Í þessari grein mælti hann með algjörum niðurskurði í Húna­ og Skagahólfi. „Ég er enn þeirrar skoðunar að allt of snemmt sé að breyta nú um þá aðferðarfræði í baráttunni við riðuveikina, sem hefur skilað okkur svo góðum árangri. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. Það hefur aldrei þótt gott að skipta um hest í miðri á.“

Sjálfsagt að halda rannsóknum áfram

„Nú hefur hins vegar komið í ljós, að ARR­arfgerðin hefur fundist hér á landi, þó í mjög takmörkuðum fjölda sauðfjár sé. Sjálfsagt er að halda þessum rannsóknum áfram til að fá betri mynd af útbreiðslunni og kanna hvernig hægt væri að nýta þá þekkingu í framtíðinni.

En ljóst er að ekki gengur upp að fara að rækta fyrir þessari arfgerð út frá fáum einstaklingum. Einnig þarf að afla meiri vitneskju um hvort slík ræktun gæti tafið fyrir útrýmingu sjúkdómsins á Íslandi, sem ég tel að sé raunhæft markmið,“ segir Halldór.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f