Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Mynd / Bbl.
Skoðun 8. maí 2019

Ódýr matur – dýrkeypt blekking

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson

Um þessar mundir er mikið rætt um hlýnun jarðar og kolefnisfótspor. Samt er bæði leynt og ljóst verið að hvetja til aukins innflutnings matvæla þótt vitað sé að  kolefnisfótspor innlendrar framleiðslu er mun léttara. Enn er hollur hinn heimafengni baggi og ekki verður um það deilt að matur sé mannsins megin.

Víða er þó skortur á þessum lífsnauðsynjum og 11% jarðarbúa þjást af viðvarandi hungri samkvæmt upplýsingum FAO. Fæðuöryggi stafar ógn af loftslagsbreytingum um allan heim.

Hér á landi er allt of lítið rætt um fæðuöryggi, þótt það fari minnkandi, einkum vegna vaxandi tengsla við markaðskerfi Evrópusambandsins. Séð er fyrir nægu framboði matvæla með því að flytja inn um helming þeirra. Aftur á móti er verð á mat stöðugt umræðuefni, hann skal vera sem ódýrastur og er þá ekki alltaf hugað sem skyldi að uppruna, framleiðsluaðferðum, gæðum, matvælaöryggi og lýðheilsu. Sérstaða íslensks landbúnaðar er vanmetin.

Samkvæmt rannsóknum Hagstofunnar, nemur kostnaður við mat og drykkjarvörur liðlega 13% af neysluútgjöldum heimilanna, að meðaltali, og hefur farið lækkandi. Hann er ekki hálfdrættingur samanborið við stærsta liðinn, húsnæðiskostnað. Samt eru stjórnvöld enn að leggja drög að aðgerðum til að veikja landbúnaðinn með því að auka innflutning. Þar með er verið að skerða starfsskilyrði íslenskra bænda til að  framleiða holl, hrein og örugg matvæli. Einblínt er á verðið eitt sér, markaðssjónarmið eiga að ráða ferðinni, og þar með er ekki verið að  taka kolefnisfótsporið til greina. Sem sagt; alger tvískinnungur.

Ráðherra landbúnaðarmála talar nú fyrir frumvarpi að breytingum á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Reiknað er með því að aukinn innflutningur matvæla muni skila neytendum 900 milljónum á móti 500–600 milljóna króna tekjuskerðingu íslensks landbúnaðar, á ári. Í  þessu mati eru mótsagnirnar augljósar og neikvæð áhrif vanmetin því að við aukinn innflutning mun kolefnisfótsporið að sjálfsögðu þyngjast og sjálfbærnin minnka. Þá er hæpið að allar tollalækkanir skili sér til neytenda.

Það er heldur ekki traustvekjandi  að síðan Landbúnaðarháskóli Íslands var stofnaður 2005 hefur stöðugildum búvísindamanna þar fækkað úr rúmlega 20 niður í 5. Þetta tel ég afleita þróun með tilliti til bæði fæðu- og matvælaöryggis þjóðarinnar.

Að mínum dómi er ódýr matur,  að mestu leyti afurð erlends verksmiðjubúskapar á kostnað umhverfis, velferðar búfjár og  kjara bænda, dýrkeypt blekking. Er ekki kominn tími til að skoða þessi mál betur?

Höfundur er búvísindamaður, er áhugamaður um sjálfbæra matvælaframleiðslu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f