Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Óbrúað bil á milli tekna og gjalda í verðlagsgrundvelli
Fréttir 15. september 2025

Óbrúað bil á milli tekna og gjalda í verðlagsgrundvelli

Höfundur: Þröstur Helgason

Bil er á milli tekna og gjalda mjólkurframleiðslunnar í nýjum verðlagsgrundvelli. Fulltrúar bænda í verðlagsnefnd búvöru hafa ítrekað vakið athygli á þessum mun og vilja leita leiða hvernig sé hægt að loka þessu bili.

Formaður nefndarinnar, Tryggvi Þór Herbertsson, og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Frikriksson, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu í lok ágúst að það sé ekki hlutverk verðlagsnefndar að vinna með bilið í verðlagsgrundvellinum. Nefndin eigi eingöngu að fjalla um breytingar sem grunnurinn mælir á milli tímabila.

Munurinn sem um ræðir á milli tekna og gjalda í mjólkurframleiðslu er sem stendur 113,6 krónur á hvern lítra. Þegar nýr verðlagsgrundvöllur var samþykktur í lok október 2024 var framleiðslukostnaður á bak við hvern framleiddan mjólkurlítra 306 krónur í þeim mánuði. Á sama tíma voru samanlagðar tekjur frá afurðastöð og ríkisstuðningur um 198,4 kr./ltr. Munar þarna á um 107,6 kr./ltr. Þegar júnígrunnurinn var uppreiknaður í ágúst sl. hafði framleiðslukostnaðurinn aukist í 316,9 kr./ltr., á sama tíma eru tekjurnar metnar 203,03 kr./ltr. sem gerir 113,6 kr./ltr. mun á tekjum og framleiðslukostnaði.

Fulltrúar bænda hafa ítrekað tekið málið upp innan verðlagsnefndar en það hefur ekki skilað árangri: „Já, það er rétt,“ segir Rafn Bergsson, formaður nautgripabænda, „að fulltrúar bænda í verðlagsnefnd hafa ítrekað óskað eftir umræðu innan verðlagsnefndar um það hvernig brúa megi það bil sem er á framleiðslukostnaði mjólkur samkvæmt nýjum verðlagsgrunni og tekna bænda. Í maí síðastliðnum var ákveðið í verðlagsnefnd að formaður nefndarinnar myndi funda með ráðherra og ræða hvernig verðlagsnefnd ætti að vinna málið áfram. Eins og fram kemur í fundargerð verðlagsnefndar var niðurstaða formanns og ráðherra að það væri ekki hlutverk verðlagsnefndar að taka á þessu bili heldur ætti nefndin eingöngu að taka afstöðu til kostnaðarbreytinga milli tímabila. Þessu erum við fulltrúar bænda í verðlagsnefnd ósammála og teljum það skýrt að verðlagsnefnd eigi að ákveða lágmarksverð til bænda út frá kostnaðarmati. Einnig furðum við okkur á þessari nálgun þar sem kom fram á fundi í ráðuneytinu síðasta vetur þar sem við ræddum þennan mun á kostnaði og tekjum að þetta væri hlutverk verðlagsnefndar.“ 

Skylt efni: mjólkurframleiðsla

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f