Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Mynd / SAFL
Fréttir 22. maí 2025

Óbreytt stjórn hjá SAFL

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) var haldinn 8. maí sl. í Húsi atvinnulífsins.

Kjör í sjö manna stjórn samtakanna fór fram á aðalfundinum. Allir stjórnarmenn gáfu áframhaldandi kost á sér og bárust engin mótframboð og helst stjórnin því óbreytt. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, heldur áfram sem formaður samtakanna og Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, verður varaformaður.

Meðstjórnendur eru Ágúst Torfi Hauksson hjá Kjarnafæði Norðlenska, Eggert Árni Gíslason hjá Mata, Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, Steinþór Skúlason hjá Sláturfélagi Suðurlands og Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni.

Framkvæmdastjóri SAFL, Margrét Gísladóttir, segir mikilvægt að styrkja hagsmunabaráttu greinarinnar, enda verkefnin fram undan ærin.

Hún tekur fram að regluverk þyngist og kostnaður aukist á sama tíma og pólitísk umræða sé um að þrengja enn frekar þá umgjörð sem landbúnaðurinn býr við.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...