Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hugfangna parið leika þau Sigurbjörg Halldórsdóttir og Jóhann G. Thorarensen.
Hugfangna parið leika þau Sigurbjörg Halldórsdóttir og Jóhann G. Thorarensen.
Mynd / Aðsendar
Menning 9. febrúar 2023

Obbosí – eldgos

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Halaleikhópurinn er leikhópur fatlaðra og ófatlaðra sem hafa leikið og stýrt leikfélaginu jöfnum höndum í nú þrjátíu ár.

Grétar Bjarnason almannavarnamaður.

Halaleikhópurinn, sem heldur um þessar mundir, upp á 30 ára afmæli sitt, frumsýnir af því tilefni verkið Obbosí – eldgos, sem er sérstaklega skrifað fyrir hópinn. Alls níu leikarar stíga á svið í verkinu sem skrifað er og leikstýrt af Sigrúnu Valbergsdóttur.

Við fáum að kynnast lífrænt vottaða sveitabænum Snotrustöðum. Þar er boðið upp á bændagistingu og ýmsa óvenjulega afþreyingu – en sögusviðið gefur til kynna glaum og glens með tengingu við hið yfirskilvitlega.

Heimasætan hún Fjóla fær þá snjöllu hugmynd að glæða ferðamannastrauminn með því að auglýsa í Bændablaðinu og býður tilvonandi gestum upp á góðan afslátt af gistingu og mat ef þeir á móti veita þjónustu sína á einhvern hátt.

Bærinn stendur á virku eldgosabelti og um sama leyti og allt fyllist af gestum fer að gjósa í nágrenninu auk þess sem þrjár kýr bera á sama sólarhringnum.

Fjóla á fullt í fangi með þetta allt saman og einn misskilningur rekur annan í sambandi við dvöl gestanna á bænum. Til viðbótar ráða almannavarnir og náttúruvársérfræðingar auðvitað ekki við eitt né neitt.

Þessi ótrúlega atburðarás á sér öll á einn eða annan hátt fyrirmynd í raunveruleikanum og sjón er sögu ríkari.

Frumsýning er 10. febrúar, miða er hægt að nálgast í síma 897 5007 eða á netfanginu midi@halaleikhopurinn.is og miðaverð er 3.000 kr.

Sýnt er í Halanum, leikhúsi Halaleikhússins í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12.

Gengið er inn að norðanverðu nr. 3 og sýnt er um helgar, laugardaga og sunnudaga, kl. 17

Skylt efni: Leikhús

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...