Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Háihólmi hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.
Mynd / Kelsey Todd - Unsplash
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyrsta rekstrarári. Félagið hefur fengið úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á um 370 tonnum af kjöti síðan um mitt ár 2023.

Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2023 námu rekstrartekjur fyrirtækisins tæpum 598 milljónum króna en kostnaðarverð seldra vara voru rúmar 578 milljónir króna. Félagið greiddi laun fyrir starfsmann í 40% starfshlutfalli og annan rekstrarkostnað upp á um sjö milljónir króna. Eignir félagsins námu tæplega 75 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikningi og eigið fé í árslok nam tæpum 1,7 milljónum króna.

Félagið og hlutafé þess er að fullu í eigu Birgis Karls Ólafssonar. Starfsemi Háahólma er skilgreind í ársreikningnum sem rekstur heildsölu. Ýmislegt bendir til þess að félagið sé milliliður í innflutningi Kaupfélags Skagfirðinga á kjöti sem fer beint í vinnslu Esju Gæðafæðis, dótturfélags KS, eins og fram kom í 13. tölublaði Bændablaðsins.

Á aðalfundi KS um mitt síðasta ár beindu félagsmenn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum og eftir það hefur Esja Gæðafæði ekki tekið þátt í útboðum á ESB- og WTO-tollkvótum á landbúnaðarafurðum.

Hins vegar selur Esja Gæðafæði enn erlent kjöt, sem fæst meðal annars í Sælkerabúðinni að Bitruhálsi, hvar Esja Gæðafæði er einnig til húsa.

Skylt efni: Háihólmi

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...