Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2020

Óæskileg efni fundust í vatni við sýnatöku Umhverfisstofnunar

Höfundur: smh

Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður úr sýnatökum úr vatni, en tilgangurinn er að kortleggja útbreiðslu efna sem talin eru ógn við vatnaumhverfi í Evrópu. Mælingarnar leiddu í ljós að í sýnunum var að finna þrjú efni af 16 sem eru á vaktlista Evrópusambandsins; tvennskonar sýkla- og bólgueyðandi lyf, auk kynhormónsins Estrógens.

Sýni voru tekin í hafinu við Klettagarða, í Tjörninni í Reykjavík og í Kópavogslæk, en þar fundust engin skordýra- eða plöntuvarnarefni.

Í tilkynningu Umhverfisstofnunar kemur fram, að sýnatakan hafi einnig beinst að því að athuga hvort hér á landi fyndust lyfjaleifar sem eru á sérstökum vaktlista í Svíþjóð. „Af þeim efnum sem eru á sænska vaktlistanum fundust 9 efni í mælanlegum styrk. Um er að ræða efni sem finnast m.a. í geðlyfjum, hjarta- og blóðþrýstingslyfjum, sýklalyfjum og lyfjum sem tekin eru við sveppasýkingum og kynsjúkdómum. Nokkrar tegundir lyfjaleifa var að finna í mælanlegum styrk bæði í Kópavogslæk og í Tjörninni í Reykjavík. 

Þetta er í annað skipti sem Umhverfisstofnun framkvæmir þessa skimun á lyfjaleifum og varnarefnum en árið 2018 voru tekin sýni á þremur stöðum á landinu; í sjónum við Klettagarða, í Varmá neðan við Hveragerði og við Reykjahlíð á Mývatni. Þá fundust fjögur efni af þeim sextán efnum sem eru á vaktlistanum auk 15 lyfjaleifa af sænska listanum. 

Umhverfisstofnun mun halda áfram skimunum í samræmi við vaktlista Evrópusambandsins og bendir á mikilvægi þess að skila inn til apóteka öllum lyfjaafgöngum sem falla til á heimilum til að tryggja rétta förgun þeirra,” segir í tilkynningunni.

Skylt efni: Umhverfisstofnun

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...