Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Axel Sæland
Axel Sæland
Fréttir 24. júní 2022

Nýliðun nauðsynleg

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Spretthópurinn er í raun að uppfylla þau skilyrði sem garðyrkjubændur náðu að koma inn í stjórnarsáttmála,“ segir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar BÍ.

„Fjármagnið sem sett er í ylræktina fer í niðurgreiðslu á dreifingu rafmagns og verður væntanlega til þess að 95% hlutfallið næst. Sem er vel, en þetta eru samt kröfur sem við erum búin að vera að berjast fyrir í mörg ár og því smáskrítið að þessi aðferð verði notuð til að ná því markmiði. Þetta er einskiptisaðgerð og þarf því aftur að fara að berjast fyrir þessu réttlætismáli.“

Axel bendir á að A og B hluti garðyrkjunnar fái enga innspýtingu. „Það er mjög miður því þar eru styrkir til grænmetisframleiðslu sem ætlaðir eru til þess að tryggja neytandanum betra verð.

En það fjármagn er eins og annað, föst fjárhæð, og rýrnar því mjög þessi misserin sökum verðbólgu og hvetur ekki til aukinnar framleiðslu þar sem bændur fá í raun minna fyrir hvert framleitt kg. Útiræktin fær einnig fjárauka sem er í stjórnarsáttmála og er í raun orðin gríðarlega mikilvægt sökum áburðar- og olíuverðshækkana,“ segir Axel.

En til að sporna við fækkun ræktenda þurfi meira til. „Skapa þarf umhverfi sem er hvetjandi fyrir nýja ræktendur að koma inn í, þar sem tækifærin eru augljós. Nægt landrými, góður jarðvegur, sama og engin efnanotkun og hreint vatn. Betra hefði verið að setja fjármagn beint til bænda í lífrænni ræktun og styðja þannig við þá í stað þess að auka fjármagn til aðlögunar að lífrænni framleiðslu. Í dag eru fáir bændur í aðlögun og potturinn gekk ekki út á síðasta ári og var fjármagnið því fært milli ára. Það er vitað mál að það er kostnaðarsamara að vera í lífrænni ræktun og uppskera er enn í dag minni á hektara en í venjulegri ræktun. Því hefði ég talið rétt að styrkja beint við þá bændur sem eru komnir með lífræna vottun.

Eins og Steingrímur J. Sigfússon sagði í viðtali eftir að skýrslan kom út, þá horfa stjórnvöld mikið til garðyrkjunnar sem framtíðarbúgreinar hér á landi og því er nauðsynlegt að skapa rétta umhverfið til að fá bændur til að rækta meira, tryggja kynslóðaskipti og fá nýja ræktendur inn í greinina.

Auðvitað er það framtíðarmúsík en hún raungerist ekki nema unnið sé í henni,“ segir Axel.

Skylt efni: spretthópurinn

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f