Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýja vöruhús SS sem Landstólpi byggði í Þorlákshöfn er 1.500 fermetrar að stærð. Samtals er SS þá komið með 3.500 fermetra undir þak á lóðinni.
Nýja vöruhús SS sem Landstólpi byggði í Þorlákshöfn er 1.500 fermetrar að stærð. Samtals er SS þá komið með 3.500 fermetra undir þak á lóðinni.
Fréttir 4. nóvember 2016

Nýtt vöruhús SS í Þorlákshöfn

Sláturfélag Suðurlands (SS) tók í notkun nýtt vöruhús í Þorlákshöfn þann 3. nóvember síðastliðinn. Er þar um að ræða 1.500 fermetra nýbyggingu og er SS þá komið með samtals 3.500 fermetra undir starfsemi sína í Þorlákshöfn. 
 
Nýja  vöruhúsinu er m.a. ætlað að  tryggja enn betur vörugæði Yara áburðar frá verksmiðju til bónda.
Það er Landstólpi sem byggði vöruhúsin í Þorlákshöfn og í opnunarhófi var gestum einnig kynnt það nýjasta í fjósbyggingum frá fyrirtækinu ásamt tækjabúnaði sem létta bændum störfin. 
 
Jötunn vélar var þarna einnig með kynningu á sínum vélum og sýndi m.a. það nýjasta í áburðardreifingu.
 
Mikil uppbygging SS á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn
 
SS hefur staðið í mikilli uppbyggingu í Þorlákshöfn á undanförnum árum. Í febrúar 2007 keypti fyrirtækið 511 fermetra vöruhús við höfnina í Þorlákshöfn að Hafnarskeiði 12 ásamt 5.557 fermetra lóð. Auk þess var gert samkomulag við Sveitarfélagið Ölfus um úthlutun á viðbótarlóð að Hafnarskeiði 10a við hlið lóðarinnar.
 
Nýtt deiliskipulag var síðan samþykkt í febrúar 2013 þar sem lóðirnar voru sameinaðar. Athafnasvæðið er nú tæpir 9.500 fermetrar sem tryggir búvörudeild félagsins gott rými til vaxtar á komandi árum.
 
Undir lok árs 2013 hófust síðan framkvæmdir við 1. áfanga með byggingu á 1.500 fermetra vöruhúsi.
 
Vöruhúsið var tekið í notkun haustið 2014 og hefur reynst í alla staði vel. Lokaáfangi uppbyggingar á vöruhúsum í Þorlákshöfn lauk síðan með byggingu á öðru 1.500 fermetra vöruhúsi í október 2016 en framkvæmdir hófust í ársbyrjun. Samtals eru því vöruhús SS í Þorlákshöfn rúmlega 3.500 fermetrar að stærð.
 
SS hefur átt mjög góða samvinnu við Landstólpa sem byggði bæði vöruhúsin. Húsin eru afar vönduð í alla staði og framkvæmdir hafa gengið með afbrigðum vel. Landstólpi hefur mikla reynslu á þessu sviði enda hefur fyrirtækið byggt tugi húsa um allt land á undanförnum árum. Auk Landstólpa komu að verkinu fjöldi góðra verktaka á Suðurlandi. Verkfræðistofan Ferill, sem SS hefur átt langt og farsælt samstarf við, sá um hönnun, umsjón og eftirlit með byggingarframkvæmdum. Vöruhúsin voru eingöngu fjármögnuð úr rekstri SS enda fjárhags- og lausafjárstaða félagsins góð.
 
Framtíðarnýting í Þorlákshöfn
 
Aðstaðan í Þorlákshöfn er SS mjög mikilvæg vegna uppbyggingar við sölu á Yara áburði. Árlega fara í gegnum aðstöðu félagsins í Þorlákshöfn um 10 þúsund tonn af áburði.
 
Með nýju vöruhúsi er lokið uppbyggingu félagsins í Þorlákshöfn. Nýtt vöruhús gefur möguleika til kaupa á áburði á þeim tíma sem innkaupsverð er hvað hagkvæmast en það og varðveisla á gæðum áburðarins frá verksmiðju til bónda eru veigamikil atriði til að tryggja bændum gæðaáburð frá Yara með hagkvæmum hætti.
 
SS setti upp búvörudeild 2001
 
Búvörudeild SS á sér ekki langa sögu en á árinu 2001 hóf SS skipulegan innflutning á tilbúnum áburði fyrir bændur. SS er í afar farsælu samstarfi við norska stórfyrirtækið YARA um innflutning og sölu á áburði. SS skipar upp áburði á 10 höfnum um allt land. Umsvifin eru hins vegar mest í Þorlákshöfn. SS flytur einnig inn kjarnfóður í samstarfi við DLG í Danmörku en DLG er samvinnufélag bænda. Í dag rekur SS 3 fóðurbíla og mikil sóknarfæri eru fram undan, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá félaginu.
 
Búvörudeildin selur einnig m.a. bætiefni, rúlluplast, sáðvörur og fatnað. Með nýja vöruhúsinu í Þorlákshöfn verður SS enn betur í stakk búið til að þjónusta bændur.
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...