Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verknámið blómstrar í skólanum og mun létta á öllu því starfi með nýju verknámshúsi.
Verknámið blómstrar í skólanum og mun létta á öllu því starfi með nýju verknámshúsi.
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka verulega á næstu misserum.

Þann 6. apríl síðastliðinn fór fram undirritun samnings um stækkun verknámshússins um allt að 1.400 fermetra. Sú stækkun mun gerbreyta aðstöðu til náms og kennslu og mæta mikilli fjölgun nemenda í starfs- og verknámsgreinum skólans. Kennarar og nemendur horfa með mikilli tilhlökkun til þess að taka nýtt verknámshús í notkun en ekki liggur enn fyrir hvenær framkvæmdum lýkur.

Þorkell V. Þorsteinsson
700 nemendur

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var stofnaður árið 1979. Nemendur eru í dag rúmlega 700 talsins að meðtöldum fjarnemum. Við skólann starfa 68 starfsmenn.

„Rétt um helmingur nemenda kemur af Norðurlandi vestra en hinn helmingurinn kemur frá öllum landshornum. Þetta á einkanlega við um nemendur í helgarnámi, sem boðið er upp á við skólann. Til að mæta þörfum nemenda utan Sauðárkróks er boðið upp á heimavist. Á haustönn 2023 dvöldu 90 nemendur á heimavistinni,“ segir Þorkell V. Þorsteinsson, aðstoðarskólameistari FNV.

„Rúmur helmingur nemenda stundar starfstengt nám við skólann. Þar munar mikið um nemendur í helgarnámi, sem eru á annað hundrað talsins og stunda helgarnám í húsasmíði, rafvirkjun, bifvélavirkjun og kvikmyndagerð. Þetta þýðir að verknámshús skólans er nýtt alla daga vikunnar og er fyrir löngu orðið allt of lítið fyrir þá starfsemi sem þar fer fram.“

Stúdentspróf frá FNV og búfræðipróf frá LbhÍ

Við skólann er hægt, auk hefðbundins náms til stúdentsprófs, að stunda nám í húsasmíði, rafvirkjun, vélvirkjun, vélstjórn A, vélstjórn B, bifvélavirkjun og kvikmyndagerð auk náms í meistaraskóla, en það nám er í boði í gegnum fjarfundabúnað, sem þýðir að nemendur koma víða að af landinu.

Loks er boðið upp á nám í íþróttaakademíu í fótbolta og körfubolta, auk náms í hestamennsku, bæði til hestaliða- og stúdentsprófs. Þá eru FNV og Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi sem miðar að því að nemendur eigi kost á brautskráningu með stúdentsprófi frá FNV og búfræðiprófi frá LbhÍ.

Auk ofangreindra iðn- og starfsnámsgreina hefur skólinn af og til boðið upp á nám í hársnyrtiiðn, slátrun, fisktækni í samvinnu við Fisktækniskóla Íslands og trefjaplastsmíði en það nám er samvinnuverkefni FNV, Samtaka iðnaðarins og Samgöngustofu.

Gott samstarf við atvinnulífið

Þorkell segir að skólinn hafi alla tíð kappkostað að eiga gott samstarf við atvinnulífið eins og sést á námsframboði skólans sem ekki falla undir hefðbundið námsframboð.

„Til marks um þessa viðleitni okkar þá er námsbraut í matvælafræði á lokametrum samþykktarferlis hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þá er skólinn í góðri samvinnu við byggingafyrirtæki sem hafa séð skólanum fyrir verkefnum í húsasmíði. Stjórnendur og starfsfólk skólans horfa því björtum augum til framtíðar og hlakka til að takast á við ný verkefni sem fram undan eru,“ segir Þorkell.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...