Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Byggyrkjatilraun á Hvanneyri 2022.
Byggyrkjatilraun á Hvanneyri 2022.
Á faglegum nótum 5. maí 2023

Nýtt upphaf kornkynbóta

Höfundur: Hrannar Smári Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Nýlega undirrituðu Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) og matvælaráðuneytið (MAR) samning um kynbætur á byggi fyrir íslenskar aðstæður.

Hrannar Smári Hilmarsson.

Samningurinn markar í raun tímamót þar sem hlé hefur verið á kornkynbótum frá því Jónatan Hermannsson kornkynbótamaður fór á eftirlaun. Enn njótum við góðs af því merka starfi og af þeim efnivið sem hann skildi eftir sig. Samtals hafa átta yrki komið úr því verkefni, helst ber að nefna hinn sexraða Smyril og hina tvíraða Kríu. Nýr samningur felur í sér samstarf LbhÍ við Lantmännen, sænskt fyrirtæki í eigu bænda, sem meðal annars stundar kynbætur á plöntum. Þetta er nýtt samstarf af gömlu meiði.

Lantmännen og Rannsóknastofnun landbúnaðarins (RALA), síðar LbhÍ, áttu í samstarfi um plöntukynbætur og sérstaklega bygg fyrir tilstuðlan Þorsteins Tómasonar, fyrrverandi forstjóra RALA.

Verkefnið byggði á samstarfi við Lars Gradin, fyrrverandi tilraunastjóra og byggkynbótamanns í Lännäs í Norður-Svíþjóð. Sem dæmi má nefna yrkið Judit frá Lars sem hefur lengi verið vinsælt meðal íslenskra bænda. En Lars fór nýverið líka á eftirlaun.

Í ljósi þessara tímamóta var ráðist í að endurskipuleggja kynbótaverkefnin hjá Lantmännen. Innleitt var erfðamengjaúrval og byggð kynbótahvelfing með stuðningi sænska ríkisins. Vegna hins árangursríka samstarfs gafst okkur tækifæri á að taka þátt í hinu nýja kynbótaverkefni og með fjármagni MAR hafa fyrstu foreldralínurnar úr íslenska byggkynbótaverkefninu verið sendar í kynbótahvelfinguna í Svalöv í Svíþjóð. Þar verða til á bilinu 10-20 þúsund einstaklingar árlega, allir erfðagreindir, sem fá sitt kynbótamat byggt á erfðaspá. Eitt þúsund bygglínur úr kynbótahvelfingunni munu koma til Íslands strax næsta vor til prófunar og bætingar á erfðaspálíkönum.

Breyttar áherslur verða einnig á eiginleikum og vægi þeirra fyrir íslenska byggið. Uppskera, rúmþyngd og þurrefnishlutfall vega þyngst. Hæð byggs mun einnig fá sinn sess, en það er mitt mat að byggstráið sé of langt við okkar aðstæður. Þess skal samt geta að kornbændur hafa hafnað dvergvöxnum yrkjum. Hin ákjósanlegasta hæð er enn til rökræðu. Mikilvægt er að ná virku samráði við bændur um þessa eiginleika og vægi þeirra í kynbótum. Stofnun fagráðs í jarðrækt með það hlutverk að ræða kynbótamarkmið gæti orðið hinn virki samráðsvettvangur.

Hagkvæmni byggkynbóta fyrir búgreinina eru ótvíræð og skynsöm fjárfesting hins opinbera. Hin nýja tækni mun enn fremur efla erfðaframfarir í kynbótum með styttra kynslóðabili og auknu öryggi í úrvali. Akademískur arður af verkefninu er einnig talsverður þar sem norrænt samstarf mun eflast fyrir vikið, staða LbhÍ verður sterkari og aðgengi að alþjóðlegum samkeppnissjóðum mun aukast með tilkomu fastrar fjármögnunar í kynbótum.

Ljóst er að eftirvæntingin er mikil og kröfurnar háar. Vinnan verður strembin og fátt má út af bregða til þess að ná tilætluðum árangri á sem skemmstum tíma. En þetta verkefni framtíðarinnar byggir á traustum grunni. Vegurinn fram undan er beinn og breiður, bundinn slitlagi og af herðum risanna er skyggni gott.

Skylt efni: kornrækt

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...