Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Róbert Örn Jónsson og Annika Webert fyrir miðri mynd, ásamt Arnari Bjarna Eiríkssyni, eiganda Landstólpa, og Sævari Erni Gíslasyni, sölustjóra mannvirkjasviðs fyrirtækisins, eftir undirritun samningsins um nýja fjósið.
Fréttir 12. ágúst 2019

Nýtt tólf hundruð fermetra fjós byggt í Réttarholti í Skagafirði

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ábúendurnir á bænum Réttarholti, sem er  í Akrahreppi í Skagafirði, komu nýlega til Arnars Bjarna Eiríkssonar og hans starfsfólks hjá Landstólpa í Skeiða- og Gnúp­verjahreppi og skrifuðu undir samning um kaup og byggingu á tólf hundruð fermetra fjósi.
 
Húsið verður stálgrindarhús  með haughúsi undir og í því verður pláss fyrir 80 kýr, (mjólkandi og geldkýr), burðarstíur og aðstaða fyrir kálfa á mjólkurskeiðinu. 
 
Mjaltaþjónn frá GEA
 
Eldra fjós verður nýtt undir uppeldi. Í byrjun er einn mjaltaþjónn en gert ráð fyrir öðrum ef aðstæður bjóða upp á það í fyllingu tímans. Mjaltaþjónninn ásamt tilheyrandi búnaði, innréttingar og gjafakerfið kemur frá GEA og  Lífland sér um að útvega loftræstikerfi frá Big Dutchman. 
 
Stefnt er að því að fjósið verði tilbúið í febrúar 2020 
 
„Við erum með kúabú með tæpar 60 kýr og nokkur hross. Árið 2004 var básafjósi ásamt þurrheyshlöðu breytt í lausagöngufjós með mjaltabás, en nú er kominn tími á betri aðstöðu fyrir menn og þá aðallega kýr og kálfa,“ segir Róbert Örn Jónsson bóndi en hann er fæddur og uppalinn á bænum og er fimmti ættliður sem býr í Réttarholti. „Ég kom alfarið í búskapinn eftir búfræðinám 2001. Ég kynntist svo Anniku Webert og kom hún í búskapinn 2005 og höfum búið á móti foreldrum mínum síðan og með árunum höfum við verið að taka við búinu,“ bætir Róbert við. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...