Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús.
Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús.
Mynd / smh
Fréttir 1. mars 2022

Nýtt lífrænt vottað kúabú

Höfundur: smh

Í október síðastliðnum urðu þau tímamót í búrekstri kúbændanna í Eyði-Sandvík rétt við Selfoss, að lífrænt vottuð mjólk var markaðssett frá bænum í fyrsta skiptið.

Er þetta fjórða kúabúið sem fær lífræna vottun á framleiðslu sína, en það langstærsta. Helgi Rafn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Biobús, segir ástæðu til að fagna vel, því fyrirtækið hafi lengi skort lífrænt vottaða mjólk til að vinna úr.

„Við höfum beðið lengi eftir þessum tímamótum, enda hefur ferlið tekið langan tíma frá því við hittum bændurna í Eyði-Sandvík fyrst,“ segir Helgi.

Aukið vöruúrval og betra aðgengi

Eyði-Sandvík framleiðir jafnmikla mjólk og þau tvö kúabú samtals, sem mest hafa lagt inn af mjólk til Biobús. „Þessi viðbót breytir mjög miklu fyrir okkur, við getum loksins aukið vöruúrval og haldið áfram að þróa markað með lífrænar mjólkurvörur og vonandi náum við að auka aðgengi neytenda að þeim.

Til dæmis er ný vörulína væntanleg á næstu vikum sem er búin að vera lengi í undirbúningi. Með tilkomu Eyði-Sandvíkur í hóp lífrænna mjólkurbænda þurfum við ekki að skammta vörur í verslanir eins og við höfum þurftu að gera á vissum árstímum,“ segir Helgi Rafn.

Hann segir að töluverð hagkvæmni fáist í því að taka fleiri lítra í gegnum mjólkurvinnsluna og ekki sé nauðsynlegt að flytja úr núverandi húsnæði því nokkuð rúmt sé þar um starfsemina. „Síðustu misseri höfum við unnið að því auka afkastagetu með tækjakaupum og breytingum innanhúss,“ segir hann.

Biobú keypti Skúbb ísgerð síðastliðið vor en auk ísframleiðslunnar hafa verið þróaðar Skúbb skálar, þar sem uppistaðan er grísk jógúrt – sem seldar verða á sérstökum Skúbb skála sölustöðum. 

Nánari umfjöllun um Eyði-Sandvík er á bls. 26-27 í nýjasta Bændablaði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...