Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ný skipan sauðfjárveikivarnarhólfa, en þeim var nýlega fækkað um þrjú.
Ný skipan sauðfjárveikivarnarhólfa, en þeim var nýlega fækkað um þrjú.
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 12. september 2025

Nýtt kort yfir skipan sauðfjárveikivarnarhólfa

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur nú formlega gefið út nýtt kort yfir uppfærð sauðfjárveikivarnarhólf.

Á því eru nýjustu upplýsingar um fjölda, legu og stærð allra hólfa, en í sumar voru þrjár sauðfjárveikivarnarlínur lagðar niður og þar með fækkaði hólfum um þrjú. Línurnar sem voru lagðar niður eru Kollafjarðarlína, Vatnsneslína og Jökulsárlína.

Ítarlegt heilbrigðiseftirlit

Ráðherra hefur heimild til að leggja niður varnarlínu hafi farið fram ítarlegt heilbrigðiseftirlit á búfé á þeim varnarsvæðum sem að línunni liggja og að fenginni umsögn frá Matvælastofnun.

Við brotthvarf Kollafjarðarlínu verður til eitt Vestfjarðahólf í stað tveggja og þegar Vatnsneslína hverfur sameinast Vatnsneshólf annars vegar og Húna- og Skagahólf hins vegar í eitt Norðvesturlandshólf. Við niðurfellingu Jökulsárlínu verður til Norðurþings- og Múlahólf í stað Norðurausturhólfs og Héraðshólfs.

Sama sjúkdómastaða

Í mati Matvælastofnunar á Kollafjarðarlínu, sem nær úr Kollafirði í Ísafjarðarbotn segir að sama sjúkdómastaða sé beggja vegna línunnar. Girðingin hefur ekki fengið viðhald í áratugi og hefur legið niðri og skapað slysahættu í umhverfinu svo ákveðið hefur verið að taka hana upp. Athygli er vakin á því að þrátt fyrir sameiningu Vestfjarðahólfanna eystra og vestra, þá nær líflambasölusvæðið eingöngu yfir Vestfjarðahólf eystra. Sama sjúkdómastaða er einnig beggja vegna Vatnsneslínu, sem liggur úr Miðfjarðarvatni í Síðukrók við ósa Víðidalsár.

Jökuldalslína er í raun Jökla og Hálslón. Matvælastofnun segir sömu stöðu vera komna upp með Jöklu og var með Blöndu fyrir nokkrum árum, að hún er ekki lengur fjárheld. Sama sjúkdómastaða er beggja vegna árinnar, í Héraðshólfi og Norðausturhólfi sunnan Smjörfjallalínu.

Eyjafjarðará teiknuð inn á kortið

Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir jórturdýra hjá Matvælastofnun, segir að til viðbótar nýrri hólfaskipan hafi verið gerðar lagfæringar á Eyjafjarðarlínu í kortagerðinni og hefur Eyjafjarðará verið teiknuð inn á kortið.

Það sé gert til þess að fyrirbyggja þann útbreidda misskilning að allir bæir austan Eyjafjarðarár séu í Eyjafjarðarhólfi. Reyndin er að stór hluti þeirra er í Tröllaskagahólfi, Eyjafjarðarlína fylgir ánni Mjaðmá og skilin milli hólfanna eru á milli bæjanna Rifkelsstaða og Munkaþverár.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...