Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýtt kokkalandslið. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Nýtt kokkalandslið. Á myndina vantar Mariu Shramko.
Fréttir 28. maí 2015

Nýtt kokkalandslið valið

Höfundur: smh

Kokkalandsliðið hefur hafið undirbúning fyrir Ólympíuleika í matreiðslu sem verða haldnir í október 2016 í Erfurt Þýskalandi og hefur nýtt landsliðið verið valið til þátttöku þar. 

Kokkalandsliðið náði besta árangri liðsins í sögunni á liðnu ári með 5.sæti á Heimsmeistaramóti í matreiðslu og vann á sama móti til tvennra gullverðlauna.

Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu og Klúbbi matreiðslumeistara kemur fram að æfingar séu hafnar og standa yfir fram að keppni á Ólympíuleikum, liðmenn æfa og funda stíft til að fylgja eftir góðum árangri í samræmi við háleit markmið.

Markmið Kokkalandsliðsins eru meðal annars að efla áhuga á matargerð og fagmennsku í gerð matar á Íslandi, vekja áhuga ungs fólks á matargerð og keppa stolt fyrir hönd þjóðarinnar með háleit markmið.

Klúbbur matreiðslumeistara vinnur að eflingu íslenskrar matreiðslu og matarmenningar með rekstri Kokkalandsliðsins og annara verkefna í keppnismatreiðslu.

Landsliðið er nú skiptað eftirfarandi matreiðslumeisturum:

Steinn Óskar Sigurðsson Vodafone, Jóhannes Steinn Jóhannesson Slippbarinn, Guðmundur Björnsson Vox, Axel Clausen Fiskmarkaðnum,Ylfa Helgadóttir Kopar, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Hrafnkell Sigríðarson Silfra Ion Hótel, Garðar K Garðarsson Strikinu, Axel Þorsteinsson Apótek, Hafsteinn Ólafsson Apótek, Gísli Matthías Auðunsson Slippnum/Matur og Drykkur, Atli Þór Erlendsson Grillinu, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélaginu og Þráinn Freyr Vigfússon Lava Bláa Lóninu og Maria Shramko.

 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...