Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á vef Íslenskra orkurannsókna er að finna vefsjá yfir jarðhitasvæði landsins og eru þau heitustu rauðmerkt.
Á vef Íslenskra orkurannsókna er að finna vefsjá yfir jarðhitasvæði landsins og eru þau heitustu rauðmerkt.
Mynd / ÍSOR
Fréttir 13. desember 2023

Nýtt jarðhitaleitarátak í pípunum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Jarðhitaleitarátak er hafið fyrir tilstilli umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og hefur ráðuneytið staðfest tillögur stjórnar Orkusjóðs um úthlutun styrkja til verkefna um leit og nýtingu jarðhita.

Orkusjóði var í vor falið að sjá um framkvæmd átaks í leit og nýtingu jarðhita árin 2023- 2025, þar sem áhersla væri lögð á stuðning við verkefni sem hefðu það að markmiði að hefja nýtingu jarðhita til almennrar húshitunar á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar.

Alls bárust 25 umsóknir til Orkusjóðs, samtals að upphæð kr. 1.373 m.kr. og alls hlutu átta verkefni styrk að upphæð um 447 milljónir króna sem skiptist þannig að HEF veitur ehf. fengu hæsta styrkinn, tæpar 135 m.kr. í verkefnið Búlandsnes-Djúpivogur. Orkubú Vestfjarða fékk þrjá styrki; rúma 91 m.kr. í 1. áfanga jarðhitaleitar á Ísafirði og Patreksfirði, rúma 51 m.kr. í 2. áfanga Geirseyrar/ Patreksfjarðar og rúmar 45 m.kr. í 2. áfanga á Ísafirði.

Vopnafjarðarhreppur fékk 40 m.kr. úthlutað vegna Selárdalslaugar, Grundafjarðarbær 34 m.kr. í orkuskipti sundlaugar, grunnskóla og íþróttahúss, Kaldrananeshreppur rúmar 25 m.kr. í hitaveituvæðingu bæjartorfunnar og Skaftárhreppur 25 m.kr. til jarðhitarannsókna í hreppnum.

Í skýrslu Íslenskra orkurannsókna fyrr á árinu kom fram að meirihluti hitaveitna landsins stendur frammi fyrir erfiðleikum á komandi misserum. Undanfarin tíu ár hefur húshitunarkostnaður verið niðurgreiddur sem nemur um 2,5 milljörðum á ári. Jarðhitaleitarátakið nú er hið fyrsta á Íslandi í fimmtán ár.

Skylt efni: orkumál | jarðhitaleit

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f