Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gísli Matthías Auðunsson.
Gísli Matthías Auðunsson.
Mynd / Einkasafn.
Fréttir 6. apríl 2020

Nýtt hlaðvarp: Gísli Matt sækir í rætur íslenskrar matarmenningar

Höfundur: Ritstjórn

Gísli Matthías Auðunsson er viðmælandi Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpsþættinum Máltíð. Gísli Matt, eins og hann er alltaf kallaður, hefur sett verulegt mark á veitingageirann þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur náð góðum árangri í rekstri og er þekktur fyrir frumleika og að sækja í rætur íslenskrar matarmenningar. Gísli er oftast kenndur við veitingahús sín Slippinn í Eyjum og Skál á Hlemmi Mathöll. Í þættinum er m.a. rætt um viðbrögð veitingageirans við COVID-19-ástandinu sem nú varir. 

Lítum okkur nær í hráefnavali

Gísli er ötull talsmaður þess að við gætum vel að okkar íslenska hráefni, lítum okkur nær í hráefnavali og pössum upp á virðiskeðju íslenskra matvæla. Hann segist ekki geta sagt gestum sínum sömu sögu og gert sömu hluti á veitingahúsum eins og t.d. Slippnum ef við nýttum að stærstum hluta innflutt hráefni. „Margt það sem okkur þykir hversdagslegt í okkar matarkörfu er í raun mikils virði,“ segir Gísli og bætir við að viðskiptavinir veitingahúsanna treysti á að hráefnið sé gott og unnið að fullum heilindum.

Máltíð er aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum og í spilaranum hér undir.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...