Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýtt frumvarp um samstarf kjötafurðastöðva
Fréttir 13. september 2023

Nýtt frumvarp um samstarf kjötafurðastöðva

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórnvöld vilja heimila kjötafurðastöðvum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti til að styrkja stöðu þeirra.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Mynd / HKr.

Alþingi mun í vetur væntanlega taka fyrir tillögu til breytingar á búvörulögum nr. 99/1993 í því skyni að styrkja stöðu og samtakamátt frumframleiðenda búvöru og ýta undir samvinnu, endurskipulagningu og hagræðingu í slátrun, kjötvinnslu og markaðssetningu. Frumvarpsdrög eru í samráðsgátt stjórnvalda til 11. september.

Samstarf um afmarkaða þætti

Samkvæmt greinargerð er gert ráð fyrir að heimila fyrirtækjum í meirihlutaeigu framleiðenda að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti líkt og tíðkist í nágrannalöndum. Einkum verði horft til reglna ESB og Noregs á þessu sviði og tryggt að innlendir framleiðendur hafi ekki lakara svigrúm til hagræðingar og starfsemi en tíðkist í nágrannalöndunum.

„Við höfum hvatt til þess að afurðageirinn fái möguleika til hagræðingar eins og gengur í öllum öðrum löndum sem við berum okkur saman við og ekki síður til að standast samkeppni við innfluttar vörur,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Hægt að hagræða

Aðspurður hvort slík lagabreyting komi raunverulega að gagni svarar hann: „Ég tel að hagræðing í greininni sé mikil þar sem við erum með mjög smáar einingar sem mikið fjármagn er bundið í en skila litlum sem engum arði.

Og okkar sýn hefur verið að með þessu sé hægt að hagræða – sem nýtist bændum og neytendum.“ Fróðlegt verði að sjá í hverju „samstarf um afmarkaða þætti“ felst þegar frumvarpið sjálft líti dagsins ljós

Frumvarp af þessum toga var einnig í pípunum í fyrrahaust en fallið frá því vegna efnislegra ágalla þegar gerðar voru alvarlegar athugasemdir við það í samráðsgátt. Samkeppniseftirlitið taldi undanþágu sem lögð var til í frumvarpsdrögunum mögulega fara gegn ákvæðum EES samningsins.

Auk þess gengi sú undanþága mun lengra en viðgengist í nágrannalöndum og hætta væri á að hagsmunir kjötafurðastöðva færu ekki saman við hagsmuni bænda. Frumvarpsdrögin fóru því í endurvinnslu.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...