Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs. og Rannveig Magnúsdóttir, sérfræðingur og starfsmaður Landverndar, ræða um birki og birkifræ í hlaðvarpi Landgræðslunnar.
Mynd / TB
Fréttir 9. júní 2021

Nýtt átak um söfnun birkifræs í burðarliðnum

Haustið 2020 var farið í átak til að safna birkifræi sem var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Þessa dagana er verið að dreifa síðustu fræjunum en næsta haust verður efnt til nýs átaks.

Birki og birkisöfnun er til umræðu í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar þar sem Áskell Þórisson ræðir við þau Rannveigu Magnúsdóttur, sérfræðing og starfsmann Landverndar og Kristin H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs.

Markmiðið með birkisöfnunarátakinu er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn.

Í þættinum kemur fram að stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda sé mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.

Nánari upplýsingar um birkisöfnunina er að finna á vefnum www.birkiskogur.is

Hlaðvarp Landgræðslunnar er að finna í Hlöðunni, hlaðvarpi Bændablaðsins. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...