Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum
Fréttir 15. mars 2017

Nýtt á Íslandi – Burðarboði á halann á kúnum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Við erum mjög ánægð með nýja tækið og aðrir bændur sem við þekkjum til og hafa fengið boðann til að gera tilraunir á honum með sínar kýr, hann svínvirkar og léttir okkur og bændum mikið störfin,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, fjósameistari í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi.
 
Fyrirtækið Landstólpi, sem er í eigu fjölskyldunnar á bænum, hefur sett á markað Burðarboða fyrir kýr. Boðinn er settur á halann á kúnni og lætur vita þegar kýrin er að fara að bera, ca 2–3 klst fyrir burð með því að senda eiganda SMS. Tækið nemur aukna virkni hjá kúnni og sendir fyrstu skilaboð þegar aukin virkni er búin að vera í klukkustund. Klukkutíma síðar sendir það svo önnur skilaboð um stöðuga tveggja klukkustunda virkni.
 
„Þessi nýjung kemur til með að létta bændum allt eftirlit með burði og tryggja þar með velferð gripanna betur,“ bætir Margrét Hrund við. Nýja tækið kostar 43.000 krónur. 
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f