Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Grisjun á Hvammi í Fljótsdal.
Grisjun á Hvammi í Fljótsdal.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 15. maí 2025

Nytjaskógarjarðir betur verðmetnar

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Borgþór Jónsson, skógarbóndi á Hvammi í Fljótsdal, fékk nýlega mun hærra verð fyrir jörð sína en upphaflegt fasteignaverðmat sagði til um, vegna úttektar Skógræktarinnar á mögulegum verðmætum skógarins.

Borgþór fór þá leið að óska eftir því að skógurinn yrði verðmetinn miðað við þau verðmæti skógarnytjanna sem myndu skapast á næstu árum.

Verðmætamat til tíu ára
Borgþór Jónsson

Um nýjung er að ræða hjá Skógræktinni varðandi mat á verðmætum skógarbændajarða. Á þeim grunni lá síðan fyrir mun hærra verðmat á skógarjörðinni Hvammi. „Ég fékk Skógræktina til að gera verðmætamat sem nær til næstu tíu ára og felur í sér þá þróun á verðmætum skógarins á þeim tíma og ekki síst á stöðunni sem verður eftir þannig tíma. Þá verður skógurinn tilbúinn fyrir markvissa grisjun og nytjaviðurinn orðinn að verðmætari vöru,“ segir Borgþór sem ætlar að setjast í helgan stein í Noregi þar sem fjölskylda hans býr.

„Það reyndar dróst aðeins á langinn að fá þetta verðmat frá Skógræktinni þannig að það var eiginlega búið að ganga frá viðskiptunum varðandi jarðarsöluna þegar það barst loksins. Ég hafði þó mjög góða tilfinningu fyrir því hvað myndi á endanum felast í matinu og gat miðað við það í samningaviðræðunum um möguleg viðskipti. Það kom sér vel því það skilaði sér í mun hærra verði,“ heldur Borgþór áfram.

Hvetur skógarbændur til að fylgja sínu fordæmi

Borgþór hvetur aðra skógarbændur sem eru í svipaðri stöðu og hann að fylgja sínu fordæmi. Þarna sé komin nýjung sem getur gjörbreytt stöðunni.

Hann telur að talverð tíðindi felist í þessari nýju aðferðarfræði Skógræktarinnar. „Eftir því sem ég kemst næst þá er þetta í fyrsta skiptið sem skógur er metinn vísindalega til verðmæta út frá mögulegum nytjum. Ekki sé um verðmat á mögulegum kolefniseiningum sem skógurinn geti bundið að ræða, heldur á nytjaviðnum sem hann gefur af sér.

Fram til þessa hefur matið verið byggt á jörðinni sem slíkri en verðmæti skógarins verið aukaatriði í raun. Skógarbændur hafa þannig verið með öll þessi verðmæti á sínum jörðum án þess að hafa haft tækin til að geta sýnt fram á hversu mikil þau séu.

Byrjaði að rækta skóginn 1992

Hvammsjörðin er um 285 hektarar að stærð sem Borgþór byrjaði að rækta árið 1992. Skógurinn er blandaður þar sem mest er af lerki og furu.

Hann segir að fram til þessa hafi skógurinn lítið verið nytjaður nema sem eldiviður fyrir hann sjálfan. „Ég hef bara hirt um hann svona eins og eðlilegt þykir og svo um 15 ára aldur hans var hann reyndar grisjaður aðeins þar sem eitthvað féll til af nytjaviði.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f