Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló
Fréttir 24. janúar 2018

Nythæsta kýrin mjólkaði 14.199 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.

Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali. Það er afurðaaukning um 30 kg frá árinu 2016 en þá skiluðu 24.999,2 árskýr meðalnyt upp á 6.129 kg. Jafnframt eru þetta mestu meðalafurðir frá upphafi vega og annað árið í röð sem þær ná yfir 6.000 kg eftir árskú. Þessi afurðaaukning er mjög athyglisverð í ljósi þess að nú eru allir mjólkurframleiðendur í skýrsluhaldi og árskúm fjölgaði milli ára um nálægt 1.350 talsins, einkum vegna þess.

Mestar meðalafurðir 2017 voru í Skagafirði eða 6.537 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 45,4 árskýr á árinu 2017 en sambærileg tala var 43,5 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 60,9 kýr en 2016 reiknuðust þær 59,5.

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017 á heimasíðau RML.

 

 

 

 

Skylt efni: RML. Afurðir | Kýr | Mjólk

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...