Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nýsköpunartækifæri í lífhagkerfinu
Fréttir 24. mars 2015

Nýsköpunartækifæri í lífhagkerfinu

Lífrænar auðlindir eru og hafa verið mikilvæg undirstaða efnahagslegra framfara á Íslandi. Mikil tækifæri eru í aukinni verðmætasköpun í lífhagkerfinu með aukinni vöruþróun, bættum vinnsluferlum og nýtingu hliðarafurða til verðmætasköpunar.   
 
Matís leiðir verkefnið „Nýsköpun í lífhagkerfinu“ sem er hluti af „Nordbio“ formennskuáætlun Íslands (2014–2016) í Norrænu ráðherranefndinni.  Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í lífhagkerfinu þ.e. verkefni sem stuðla að aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og draga úr úrgangi, framleiðslu nýrra vara með beitingu líftækni og aukinni framleiðslu lífmassa.  
 
Einn hluti þessa verkefnis er að aðstoða við vöruþróun á Íslandi, í Færeyjum og á Grænlandi. Frábærar undirtektir voru í fyrra þegar auglýst var eftir hugmyndum að vöruþróunarverkefnum í þessum löndum og bárust 78 umsóknir, á þeim grunni var ráðist í 26 vöruþróunarverkefni. Afrakstur verkefnanna var kynntur á ráðstefnunni „Nordtic“ í tengslum við fund norrænna ráðherra hér á landi í fyrra á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.  
 
Nú í ár verður leikurinn endurtekinn. Leitað er eftir umsóknum um verkefni sem fela í sér nýtingu á svæðisbundnum lífauðlindum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Ætlast er til þess að verkefnin skili auknum verðmætum, aukinni sjálfbærni í nýtingu líf-auðlinda og/eða dragi úr lífrænu sorpi. Stuðningurinn felst í sérfræðiráðgjöf við að koma vöru á markað og getur m.a. falist í aðstoð við uppsetningu vinnsluferla, vöruþróun, umbúðahönnun og mælingar (t.d. geymsluþols-, næringargildis-, efnamælingar- og/eða lífvirknimælingar). Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup. 
 
Þetta er frábært tækifæri fyrir hugmyndaríkt fólk til sjávar og sveita til að láta til sín taka, fá aðstoð við að þróa áfram vöruhugmyndir sem nýta vannýtt hráefni eða einfaldlega búa til verðmætari vörur úr þeim hráefnum sem nýtt eru í dag. Margar af þeim vörum sem unnið var með í fyrra eru komnar á markað og ættu þeir sem luma á góðum vöruþróunarhugmyndum því ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara. 
Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á www.matis.is/voruthroun og hjá Gunnþórunni Einarsdóttur (gunna@matis.is) og Þóru Valsdóttur (thorav@matis.is).

Skylt efni: nýsköpun | Matís

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f