Frá Meistarabúðum kugmyndasmiða sem fóru fram í Elliðaárstöð í júní. Ungir hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum nýsköpunarhæfni.
Frá Meistarabúðum kugmyndasmiða sem fóru fram í Elliðaárstöð í júní. Ungir hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum nýsköpunarhæfni.
Mynd / Hugmyndasmiðir
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar. Forsvarsmenn verkefnisins hafa gefið út bók og sjónvarpsþætti og eru með reglulegar smiðjur og námskeið í Elliðaárdal.

Svava Björk Ólafsdóttir

Á bak við Hugmyndasmiði eru þrír aðilar. Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun, Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og verkefnastjóri og Ninna Þórarinsdóttir barnamenningarhöfundur. „Við mynduðum þetta teymi því að okkur fannst vanta vettvang fyrir börn til að fræðast meira um nýsköpun og vildum skapa fleiri frumkvöðla fyrir framtíðina,“ segir Svava Björk.

„Fókusinn okkar er nánast alltaf á umhverfi og sjálfbærni. Við erum alltaf að leita leiða til að skapa til dæmis eitthvað nýtt úr gömlu,“ segir Svava. Á Verkstæði hugmyndasmiða í rafstöðinni í Elliðaárdal er að jafnaði einu sinni í mánuði tekið á móti skapandi krökkum á aldrinum sex til tólf ára ásamt foreldrum þeirra. „Þar erum við með eitthvað ákveðið þema og í næstu smiðju, sem verður 22. nóvember, á að hanna og smíða ný hljóðfæri,“ segir Svava. Næsta Verkstæði þar á eftir verður 6. desember.

„Á hverju sumri erum við með námskeið fyrir 9 til 11 ára sem heitir Meistarabúðir, þar sem krakkarnir eru hjá okkur í nærri heila viku og læra að verða hugmyndasmiðir. Þar fá þau að smíða, byggja, leika og vera forvitin. Þessa dagana erum við að stilla upp skemmtilegri dagskrá eftir áramót í Elliðaárstöð. Meðal annars erum við að huga að því hvernig við getum búið til gagnvirkt kennsluefni þannig að krakkar sem koma í skólaheimsóknum fái fræðsluna beint í æð.

Í upphafi árs 2024 gáfum við út bók sem heitir Frábær hugmynd, sem er leiðarvísir fyrir unga krakka sem vilja verða hugmyndasmiðir. Samhliða bókinni komu út þættir á Krakka RÚV sem heita líka Frábær hugmynd og þetta tvennt talar saman. Sömuleiðis gerðum við þætti þar sem við fórum hringinn í kringum landið og hittum frumkvöðla, tókum viðtöl við þau og fengum að heyra hvernig krakkar þau hefðu verið og að hverju þau væru að vinna að í dag,“ segir Svava, en síðarnefndu þættirnir eru aðgengilegir á vefsíðu Hugmyndasmiða.

„Ég vil trúa því að þeim mun fleiri sem læra nýsköpunarhæfni, sem er að taka eftir vandamálum, móta lausnir og keyra áfram, þeim mun bjartsýnni verð ég fyrir góðum heimi. Ég held að við þurfum fólk sem er tilbúið til að hugsa öðruvísi, vera forvitið og skapa nýjar lausnir fyrir okkur öll – samfélaginu til góða. Nýsköpunarhæfni gagnast fólki á öllum sviðum, sama í hvaða starfi það er,“ segir Svava.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...