Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fjölmennur fundur var haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þann 18. nóvember síðastliðinn.
Fjölmennur fundur var haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þann 18. nóvember síðastliðinn.
Mynd / LbhÍ
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Höfundur: ÁB - HKr

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að á Vesturlandi byggist upp nýsköpunar- og þróunarsetur á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni, ferðamála og nýtingu náttúrugæða að leiðarljósi.

Þetta er í samræmi við sýn ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur. Hún telur að þörf sé á því að hér á landi verði til öflug stofnun sem styrkir samvinnu og nýsköpun á sviðið landbúnaðar og matvælaframleiðslu með umhverfis- og loftslagsmál að leiðarljósi.

Mikilvægt að fá alla að borðinu þegar horft er til framtíðar

Fjölmennur fundur var haldinn í húsakynnum Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri þann 18. nóvember síðastliðinn með aðilum frá fyrirtækjum og stofnunum sem lýst hafa yfir áhuga á að styðja við uppbyggingu nýsköpunar- og þróunarseturs háskólasamfélagsins á Vesturlandi. Um 30 manns mættu til að ræða um framtíð íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu með sjálfbærni og umhverfismál að leiðarljósi.

Mikill hugur var í þátttakendum sem allir lýstu yfir áhuga á að vera í öflugu samstarfi við háskólana tvo á Vesturlandi í að móta aðgerðaáætlun og framtíðarsýn fyrir matvælalandið Ísland með áherslu á landbúnað.

Forsvarsmenn frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Orkustofnun, Landsvirkjun, Bændasamtökum Íslands, Rannsóknarmiðstöð landbúnaðarins, Háskóla Íslands, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Borgarbyggð, Breið þróunarfélag, Símenntunarmiðstöð Vesturlands, Hugheima, Orkídeu, Auðnu tæknitorgi og Íslandsstofu tóku þátt í fundinum auk fulltrúa Landbúnaðarháskólans og Bifrastar.

Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu

Að sögn Áshildar Bragadóttur, nýsköp­unar- og þróunarstjóra Land­búnaðarháskóla Íslands, sem meðal annarra hefur unnið að undirbúningi stofnunar nýsköpunar- og þróunarsetursins er framtíð íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu björt. Tækifærin liggja meðal annars í því að horft sé til þeirra sóknarfæra sem felast í hreinni orku og auðlindum íslenskrar náttúru. Hagnýting nýrrar tækni, sjálfvirknivæðing, vöruþróun og nýsköpun í öllu starfsumhverfi landbúnaðar getur skipt greinina miklu máli og haft gríðarleg áhrif á tækifæri Íslands á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Þannig velja neytendur um allan heim matvæli út frá þáttum eins og gæðum og umhverfisvitund og uppruni matvæla skiptir neytendur sífellt meira máli.

Áshildur bendir einnig á að íslensk matvæli séu þekkt á erlendum mörkuðum fyrir að vera fyrsta flokks og áherslan á lúxusferðamennsku hefur gert það að verkum að fjöldi ferðamanna sækir Ísland heim með það fyrir augum að njóta þess besta sem landið hefur upp á að bjóða.

„Það var virkilega ánægjulegt að finna að fjölmargir deila þeirri sýn sem við höfum til þessara greina atvinnulífsins, en á sama tíma er mikilvægt að til staðar sé stuðningur við nýsköpun og þróun á þessu sviði. Með stuðningi tveggja öflugra háskóla á Vesturlandi teljum við nýsköpunar- og þróunarsetrinu vel komið fyrir á þessu landsvæði þó setrið muni þjóna landinu öllu,“ segir Áshildur að lokum. 

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...