Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nýsjálendingar berjast gegn sjálfsánu villibarri (hér í Kawekas) og segja það eyðileggja náttúru landsins.
Nýsjálendingar berjast gegn sjálfsánu villibarri (hér í Kawekas) og segja það eyðileggja náttúru landsins.
Mynd / Dave Hansford
Utan úr heimi 9. ágúst 2023

Nýsjálendingar skera upp herör gegn villibarri

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýsjálendingar hafa áhyggjur af útbreiðslu barrtrjáategunda í landinu.

Sérfræðingar og áhugamenn hafa efnt til vitundarvakningar heima fyrir um hættu af villibarri (e. wilding conifers) eða villifurum (e. wilding pines) sem vaxa utan skilgreindra ræktunarsvæða á Nýja- Sjálandi og þau áhrif sem trén hafi á líffræðilegan fjölbreytileika, jarðveg og landnytjar. Trén ná fótfestu í villtri náttúru landsins með sjálfsáningu út frá ræktunarreitum en einnig var m.a. stafafuru sáð vísvitandi í hálendissvæði til að koma í veg fyrir landrof og uppblástur.

Aðgerðin „War against weeds“ hefur meðal annars náð til upprætingar sedruss, furu, grenis, sýpruss, lerkis og grenis utan ræktunarsvæða. Ýmis samtök, ríkisstyrkt og/eða sjálfboðaliðasamtök, starfa að því að uppræta þessar tegundir hvar sem til þeirra sést í villtri náttúru.

„Villibarrtré eru ágengt illgresi sem getur breytt hinu einstaka landslagi sem aðeins er að finna á Nýja-Sjálandi varanlega,“ segir á vef náttúruverndarstofnunar nýsjálensku ríkisstjórnarinnar. „Barrtré voru flutt inn til Nýja-Sjálands árið 1880 og hafa síðan breiðst út frá skógum, skjólbeltum og rofgróðri. Verði ágangi þeirra ekki stjórnað munu þau mynda þétta skóga sem gætu haft skaðleg áhrif á upprunalegt vistkerfi landsins, taka til sín vatn sem er af skornum skammti og breyta ásýnd landsins varanlega,“ segir á vefnum.

Meðlimir hérlendra náttúruverndarsamtaka, svo sem Vina íslenskrar náttúru og Landverndar, hafa lýst svipuðum áhyggjum fyrir Íslands hönd varðandi að verið sé að gróðursetja sumar áðurnefndra tegunda, m.a. stafafuru, án tak- markana. Hvatt er til varkárni og að horft sé til reynslu Nýsjálendinga.

„Stafafura er ekki ágeng af því að til að teljast ágeng þarf hún að leiða til rýrnunar á líffjölbreytni að því marki að til vandræða horfi. Hún er hvergi að gera það og það verða árhundruð ef ekki -þúsund þangað til að það gerist, ef það gerist nokkurn tímann,“ segir Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur búgreinadeildar skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands. Hann segir tegundina lítið gróðursetta á Nýja-Sjálandi. Stafafuran þrífist þó vel í háfjöllum landsins þar sem engar innlendar trjátegundir séu aðlagaðar vetrarríki. Hins vegar sé önnur furutegund, geislafuran, hryggjarstykkið í öflugum skógariðnaði landsins og einhverjar áhyggjur séu meðal Nýsjálendinga af að hún sái sér þar út í villta náttúru.

Skylt efni: Skógar

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...