Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum frá 2001.

Ekki fæst uppgefið úr matvælaráðuneytinu hvað felst í nýjum grunni, en hann þjónar tvenns konar tilgangi; vera grundvöllur útreikninga fyrir afurðaverð til kúabænda annars vegar og á heildsöluverði mjólkur og mjólkurvörum hins vegar, sem verðlagsnefnd búvöru ákveður.

Hagstofa Íslands aflar gagna fyrir verðlagsnefnd um framleiðslukostnað búvara, tekjur annarra stétta og verð og verðbreytingar á einstökum kostnaðarliðum verðlagsgrundvallar.

Endurspeglar rekstur kúabús af hagkvæmri stærð

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er það mat nefndarinnar að nýi grundvöllurinn endurspegli rekstur kúabús af hagkvæmri stærð og taki mið af hagkvæmum framleiðsluháttum dagsins í dag. Næstu skref séu að setja verðlagsgrundvöllinn upp á skipulegan hátt og yfirfara alla grunnþætti, skrifa lýsingu á því sem er til grundvallar og fleira. Í svari ráðuneytisins segir að gerð verði betri grein fyrir þeim þáttum sem verðlagsgrundvöllur byggir á, þegar tímabært sé að setja hann formlega á fót.

Tafir á skilum Hagfræðistofnunar

Um síðustu mánaðamót rann úr skipunartími verðlagsnefndar búvöru, sem hefur starfað frá árinu 2022. Af sjö tilnefndum fulltrúum eiga Bændasamtök Íslands (BÍ) tvo fulltrúa og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) tvo. BÍ hefur tilnefnt Rafn Bergsson, formann deildar kúabænda hjá BÍ og bónda í Litlu-Hildisey 1, og Sigurbjörgu Ottesen, nautgripa- og sauðfjárbónda á Hjarðarfelli, sem situr í stjórn BÍ, sem sína fulltrúa í nýja nefnd. Rafn mun sitja áfram í nefndinni en Sigurbjörg kemur ný inn. SAM tilnefnir Elínu Margréti Stefánsdóttur og Pálma Vilhjálmsson til áframhaldandi setu í nefndinni.

Fráfarandi formaður nefndarinnar, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, hefur skýrt tafirnar á uppfærslu verðlagsgrunnsins hér í blaðinu svo að það hafi tekið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands lengri tíma að skila rammanum fyrir nýjan grunn. Farið var í vinnu við þá endurskoðun þegar fráfarandi nefnd var skipuð í september 2022.

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...